Kvöldfréttir útvarps

Kjarasamningar, læknaskortur, handtaka og Fjarðabyggð

Forysta og samninganefnd Eflingar ræða í kvöld hvort boða eigi til verkfalls til knýja fram launahækkanir. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir samningagerð langt komna og vonast til samningar takist innan skamms.

Viðvarandi læknaskortur er mjög alvarlegt mál segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Álag á alla heilbrigðisstarfsmenn er mikið og stór hluti vinnutíma lækna fer í skrá upplýsingar. Um leið gefst minni tími til sinna sjúklingum.

Maður sem lögregla telur eiga aðild stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar var handtekinn þegar hann kom til landsins í gær. Maðurinn hélt heim til Íslands frá Taílandi þegar Interpol lýsti eftir honum.

Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta kemur fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Nefndin ákveður hvort ákæra eigi forsetann fyrir spillingu.

Áframhald meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Fjarðalista í Fjarðabyggð er til umræðu eftir fulltrúi Fjarðalista greiddi ein atkvæði gegn tillögu þverpólitísks starfshóps um nýtt fyrirkomulag fræðslumála í sveitarfélaginu á bæjarstjórnarfundi í gær.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

27. feb. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,