Kvöldfréttir útvarps

Búið að senda gögn um Palestínumenn, bann við dvöl í Grindavík framlengt, Trump nýtur ekki friðhelgi

Forsætisráðherra segir búið senda gögn um Palestínumenn á Gaza, sem mega koma hingað vegna fjölskyldusameiningar - en framkvæmdin flókin.

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi nýtur ekki friðhelgi fyrir meinta glæpi sína í forsetastól.

Ákvörðun ríkislögreglustjóra frá því um miðjan janúar, um brottflutning íbúa frá Grindavík, hefur verið framlengd til 19. febrúar.

Löng og djúp sprunga kom í ljós í íþróttahúsinu í Grindavík, þegar gervigrasi var flett af gólfinu þar í dag.

Björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og fleiri, segjast hafa tapað milljónum í viðskiptum um bátakaup. Bátar hafi verið pantaðir og greiddir hluta, en þeir aldrei skilað sér.

Sjómannasamband Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skrifað undir kjarasamning.

Frumflutt

6. feb. 2024

Aðgengilegt til

5. feb. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,