Kvöldfréttir útvarps

Andlát barns, veður, Samherjamálið, staðlar og Gaza

Rannsókn lögreglu á andláti sex ára drengs í Kópavogi beinist því honum hafi verið ráðinn bani, segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Móðirin liggur undir grun.

Starfsmenn héraðssaksóknara sem vinna rannsókn Samherjamálsins tóku þátt í yfirheyrslum á vitnum í Namibíu.

Fundi samninganefnda SA og félaga innan ASÍ hjá Ríkissáttasemjara lauk á sjötta tímanum. Boðað er til annars fundar á morgun.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist hissa á ummælum framkvæmdastjóra Staðlaráðs í Kastljósi í gær. Staðlaráð varar við því fljótlega verði leyfilegt byggja hús sem séu ekki nógu örugg fyrir íslenskar aðstæður.

Rúmlega átta hundruð embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu telja stuðningur ríkisstjórna á Vesturlöndum við Ísrael geti varðað við alþjóðalög og þau teljist samsek í einni verstu mannúðarkrísu þessarar aldar.

Sameinuðu þjóðirnar áætla minnst sautján þúsund börn á Gaza séu fylgdarlaus eða hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar á síðustu fjórum mánuðum.

Tveir breskir táningar voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á transstúlku í febrúar í fyrra.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

1. feb. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,