Kvöldfréttir útvarps

Lögreglurannsókn, óveður, dómsmál og gos

Lögregla rannsakar andlát sex ára barns sem fannst látið á heimili sínu í Kópavogi í morgun. Kona er í haldi lögreglu vegna málsins.

Veðurstofa gaf út gular viðvaranir víða um land í dag og helstu vegir voru lokaðir vegna veðurs. Fleiri veðurviðvaranir taka gildi á morgun og spáð er rigningu og hlýindum aðfaranótt föstudags.

Hæstiréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir karlmanni á sextugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum á unglingsaldri. Hæstiréttur segir þrátt fyrir ótvíræða skyldu stjórnvalda sem lúta vernd barna ekki hægt flokka þrjú brotanna sem nauðgun

Landris við Svartsengi er hraðara en fyrir eldgosið 14. janúar. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir gosið gæti í næstu viku.

Slæmt ástand á fjallvegum hamlar því Vesturbyggð geti talist eitt atvinnusvæði. Þetta segir sveitarstjóri. Viðhald veganna er dýrt en nauðsynlegt.

Víðtækar verkfallsaðgerðir hófust í Finnlandi í dag og standa fram á föstudag. Þær hafa áhrif á leikskóla, almenningssamgöngur, flug og ýmsan iðnað.

Umsjón: Ævar örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

30. jan. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,