Kvöldfréttir útvarps

Handtökur við FB, Árekstrar í rafmagnsleysi, minni hætta í Grindavík,

Mikill viðbúnaður var við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir hádegi og þrír voru handteknir. Fyrrverandi nemandi hafði hótað gera árás í skólanum.

Rafmagn fór af bæði á Reykjanesskaga og hluta höfuðborgarsvæðsins síðdegis. Tugir árekstra urðu meðan umferðarljós voru óvirk.

Hættan í Grindavík er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar. Verið er undirbúa hvernig hluti Grindvíkinga getur vitjað eigna sinna.

Stjórnvöld í Katar saka Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels um spilla vísvitandi fyrir friðarviðræðum á Gaza í pólitískum tilgangi.

Framkvæmdastjórn ESB sakar norska eigendur íslenskra laxeldisfyrirtækja um verðsamráð.

Framkvæmdum við leikskóla sem lokaðir eru vegna myglu er ítrekað frestað. Þrjúhundruð þrjátíu og sjö leikskólapláss eru ekki nýtt vegna þessa.

Frumflutt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

24. jan. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,