Kvöldfréttir útvarps

Gosi við Grindavík lokið, holur í jörðu í Grindavík, plastmarkamálið, nýr risi á smásölumarkaði

Eldgosinu sem hófst norðan við Grindavík síðastliðinn sunnudag er lokið. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati Veðurstofu Íslands sem gildir til fimmtudags. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá og talaði við Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðing.

Nýlegar myndir sem teknar eru með jarðsjá sýna holrými í jörð við hliðina á göngubraut á Hópsbraut í Grindavík. Holrýmið er á rúmlega eins metra dýpi og er tveggja metra breitt. Benedikt Sigurðsson ræddi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir Landspítalinn hafi ekki búið yfir nægilega sterkum verkferlum til koma í veg fyrir Andemariam Beyene gengist undir tilraunaaðgerð sem hann lifði ekki af. Aðgerðin hafi ekki verið byggð á vísindalegum grunni. Eftirfylgni í plastbarkamálinu hafi verið ófullnægjandi. Rætt var við hann í "Þetta helst" á Rás 1.

Nýr risi á smásölumarkaði gæti verið verða til. Könnunarviðræður standa yfir milli fjárfestingafélagsins Skeljar og Samkaupa. Gert er ráð fyrir fyrir liggi í lok mars hvort ástæða til hefja formlegar samningaviðræður.

Aldrei fyrr hafa Íslendingar keypt meira í gegnum erlendar netverslanir en í fyrra, frá því mælingar hófust. Linda Blöndal ræddi við Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Japanska geimvísindastofnunin JAXA segir tunglfar hennar lent á yfirborði tunglsins. Japan er þar með fimmta ríki heims til þess lenda tunglfari heilu og höldnu.

Harry prins, hertoginn af Sussex, hætti í dag við málsókn sína gegn útgefanda Mail on Sunday, nokkrum klukkustundum áður en frestur til þess rann út. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

18. jan. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,