Arnar Þór Jónsson, Embla María Möller Atladóttir, María Rut Kristinsdóttir
Vansæld, einmanaleiki og aukin harka eykst enn meðal ungs fólks og hvorki skýring né lausn í sjónmáli. Tekist var á um orsakir og afleiðingar þess í vikunni auk máls Yazans og fjölskyldu, sem lyktaði með frestun brottvísunar og áframhaldandi málsmeðferð. Þá var rætt um sitjandi ríkisstjórn og komandi kosningar, með viðkomu í áformum Arnars Þórs, Maríu Rutar og Emblu á vettvangi stjórnmála.
Frumflutt
21. sept. 2024
Aðgengilegt til
22. sept. 2025
Vikulokin
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.