Vikulokin

Diljá Mist Einarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Pawel Bartoszek

Stríðið á milli Íran og Ísrael hefur staðið yfir í níu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað inngrip í stríðið, mögulega hernaðarlegt. Diplótmatísk lausn er líka möguleg með aðkomu Bandaríkjanna. Á meðan geisar stríðið á Gaza og berst Ísraelsher á tveimur vígstöðvum.

Átök hafa einnig geisað hér heima fyrir, það er segja pólitísk átök á Alþingi. Stjórnarandstaðan berst gegn nokkrum málum ríkisstjórnarinnar af fullri hörku, sérstaklega veiðigjöldunum og bókun 35, og liggja þinglok ekki fyrir. Um hvað er deilt?

Þingmennirnir Pawel Bartozek úr Viðreisn, sem er formaður utanríkismálanefndar, og Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum, sem er nefndarmaður í utanríkismálanefnd og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, ræða þessi mál í Vikulokunum .

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tæknimaður: Þráinn Steinsson

Frumflutt

21. júní 2025

Aðgengilegt til

22. júní 2026
Vikulokin

Vikulokin

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Þættir

,