• 00:06:41Fugl dagsins
  • 00:19:02Sigríður og Agnieszka - Sæunnarsund
  • 00:36:31Pétur O. Heimisson - Jazzhátíð í Reykjavík

Sumarmál

Sæunnarsund 2025, Jazzhátíð í Reykjavík og fugl dagsins

Sæunnarsund fer fram aðra helgi þegar synt verður, venju samkvæmt, yfir Önundarfjörð sömu leið og kýrin Harpa synti árið 1987. Harpa synti yfir fjörðinn eftir hafa slitið sig lausa við sláturhúsdyrnar á Flateyri þar sem hennar dagar hefðu verið taldir. Hjónin á Kirkjubóli, Sigríður Magnúsdóttir og Guðmundur Steinar Björmundsson, ákváðu verðlauna henni þrautseigjuna og tóku hana sér í stað þess senda hana aftur til slátrarans. Við heyrðum í dag í Sigríði og fengum hana til rifja söguna upp fyrir okkur og svo var Agnieszka Narkiewicz-Czurylo hjá okkur hér í Efstaleitinu, en hún er fara í sitt fimmta Sæunnarsund á sunnudaginn.

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 26. 31. ágúst. Boðið verður upp á tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og listafólk frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Evrópu og Íslandi kemur fram. Pétur Oddbergur Heimisson framkvæmdastjóri hátíðarinnar kom í þáttinn í dag.

Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Lög í þættinum

Summer Holiday / Cliff Richard & The Shadows (Brian Bennett & Bruce Welch)

Ómissandi fólk / Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)

Boogie on Reggae Woman / Stevie Wonder (Stevie Wonder)

Zajachkoto / Skuggamyndir frá Býsans (Höfundur ókunnur)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,