• 00:05:58Fugl dagsins
  • 00:17:19Logi og Ragnhildur - Íslandsmótið í golfi
  • 00:38:56Bæjarperlur #6 - Borgarnes - Hinrik Wöhler

Sumarmál

Íslandsmótið í golfi, bæjarperlan Borgarnes og fugl dagsins

Íslandsmótið í golfi hófst í dag á Hvaleyravelli í Hafnarfirðinum. Golf er ein vinsælasta íþrótt landsins þrátt fyrir tiltölulega stutt tímabil og færri hitastig en í flestum löndum þar sem golf er stundað. En með batnandi golfvöllum og betri æfingaaðstöðum yfir vetrartímann verða sífellt til fleiri frambærilegir keppniskylfingar sem vilja jafnvel spreyta sig í atvinnumennskunni gegn bestu kylfingum í heimi. Logi Sigurðsson og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í golfi og þau verða meðal þeirra sem vilja lyfta bikarnum í mótslok næsta sunnudag. Við ræddum í dag við þau um mótið, stöðu íslenskra keppniskylfinga, hvernig þau undirbúa sig fyrir mót og fleira.

Í dag var komið sjöttu Bæjarperlunni sem við fáum senda frá Hinriki Wöhler á fimmtudögum í sumar. Borgarnes var bæjarperlan í þetta sinn, þar talaði Hinrik við Gunnar Jónsson, sem rekur Hérumbilsafnið á Brákarey og Svövu Víglundsdóttur sem rekur Kaffi kyrrð í Blómasetrinu í eldri hluta bæjarins.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Hamingjan er hér / Jónas Sig (Jónas Sigurðsson)

Mellow Yellow / Donovan (Donovan Philips Leitch)

Blackbird / Sarah McLachlan (Paul McCartney og John Lennon)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

7. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,