Í fugli dagsins hér í Sumarmálum þá vitnum við alla daga í Fuglavefinn, þann hafsjó af fróðleik um fugla Íslands og ósjaldan tölum við um fallegu myndirnar sem þar er að finna, flestar teknar af Jóhanni Óla Hilmarssyni, en hann er líka maðurinn á bak við fuglavefinn.is. Jóhann Óli var gestur Sumarmála í dag, hann er meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. Hann hlaut viðurkenningu sem kennd er við Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti á degi íslenskrar náttúru í september síðastliðinn og um páskana var sýnd Fuglalíf hér á RÚV, heimildarmynd eftir Heimi Frey Hlöðversson sem fjallar um Jóhann Óla. Við ræddum við hann í dag um fuglaáhugann, ljósmyndirnar, fuglavefinn og fleira.
Á þriðjudögum í sumar kemur Páll Ásgeir Ásgeirsson til okkar með það sem við köllum Veganestið. Í síðustu viku fræddi hann okkur um Vestfirði og í dag var komið að Norðurlandi þar sem Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum að skoða þar.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað, en Jóhann Óli Hilmarsson var með okkur í dag fugli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Litli fugl / Spaðar (Guðmundur Ingólfsson)
Gaukur í klukku / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Lítill fugl / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarson)
Pretty Little Baby / Connie Francis (Bill Nauman & Don Stirling)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR