• 00:06:09Fugl dagsins
  • 00:14:43Sigríður Thorlacius - jazzinn og sumarið
  • 00:33:30Bæjarperlur#9 - Akureyri - Hreinn og Jón Heiðar

Sumarmál

Sigríður og jazzinn, bæjarperlan Akureyri og fugl dagsins

Sigríður Thorlacius kom til okkar í dag og við töluðum við hana um jazz, jazzhátíð, og jazzklúbb. Jazzhátíð Reykjavíkur er hafin og stendur yfir næstu daga og Sigríður er þáttakandi í þeirri veislu ásamt góðum félögum í Fríkirkjunni og svo sagði hún okkur frá vísi jazzklúbbi á Hótel Holti.

Svo fengum við síðustu bæjarperlu sumarsins senda frá Hinriki Wöhler. Áfangastaður vikunnar er höfuðstaður Norðurlands, Akureyri. Hinrik hitti þar alþýðulistamanninn Hrein Halldórsson, sem lét draum sinn rætast fyrir nokkrum árum þegar hann opnaði glæsilegt einkagallerí í bakgarðinum sínum. Svo hitti Hinrik Jón Heiðar Rúnarsson sem er einn af eigendum Zip Line Akureyri, en þau hafa sett upp fimm sviflínur yfir Glerá. Við heyrðum allt um þetta í bæjarperlu dagsins.

Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Þjóðvegurinn / Brimkló (Magnús Eiríksson)

Fram í heiðanna / GÓSS (Daniel E. Kelly, texti Friðrik A. Friðriksson)

Ljúflingshóll / Sigríður Thorlacius (Jón Múli Árnason, texti, Jónas Árnason)

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson, texti Helgi Þór Ingason)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

28. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,