• 00:05:25Fugl dagsins
  • 00:13:08Elínborg Una Einarsdóttir - ferðasaga
  • 00:42:43Björk Bjarnadóttir - enn um rabarbara

Sumarmál

Ferðasaga Elínborgar Unu og enn um rabarbara

Við fengum ferðasögu í þættinum í dag þegar Elínborg Una Einarsdóttir, sviðshöfundur og blaðamaður, kom til okkar, en hún fór í sjö mánaða heimsreisu eftir hún útskrifaðist úr Listaháskólanum. Hún ferðaðist langmestu leyti ein og fór mjög víða, Indland, Sri Lanka, Malasía, Víetnam, Taíland, Ástralía og Japan og við fengum hana til segja okkur frá því helsta í þættinum í dag.

Á sunnudaginn verður boðið upp á fræðslu og verklega kennslu í Árbæjarsafni í flestu því sem kemur því búa til rabarbaragarð, hugsa um garðinn, taka upp rabarbara sem og útbúa rabarbarasultu. Einnig munu þátttakendur fræðast um ræktunarsögu rabarbarans, lækningarmátt hans og sögur tengdar honum. Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnaþula mun leiða þátttakendur um hina fimm rabarbaragarða Árbæjarsafns og hún kom í þáttinn og sagði okkur betur frá í dag.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Á venjulegum degi / KK band (Kristján Kristjánsson)

Ég labbaði í bæinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Þú kemur vina mín / Ragnar Bjarnason og Hljómsveit Svavars Gests (Óskar Cortes, textahöfundur ókunnur)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,