• 00:10:14Ásmundur Friðrikss. - skötuveisla í Garði
  • 00:25:46Fugl dagsins
  • 00:35:35Ása Baldurs - hlaðvörp og áhorfsefni

Sumarmál

Skötuveisla í Garði, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Skötuát er fólki kannski ekki efst í huga á sólríkum sumardögum, en þrátt fyrir það hefur Ásmundur Friðriksson fyrrum þingmaður haldið stórar skötuveislur á sumrin við góðar undirtektir. Við fáum Ásmund í heimsókn og spyrjum út í þetta forvitnilega framtak, sem er einnig haldið til styrktar fjölbreyttum málefnum, og svo heyrðum við af því sem hann er bardúsa eftir hafa kvatt þingið.

Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í áhugaverðu efni til hlusta og horfa á, kom til okkar í dag og hélt áfram segja okkur frá áhugaverðu efni á hlaðvarpsveitum og sjónvarpsþáttaröðum. Í dag fjallaði hún um hlaðvarpsþáttaröð um 19 ára gamlan kött sem hvarf sporlaust í Bandaríkjunum (The Final Days of Sgt. Tibbs) og svo annan þátt um tvo menn sem hurfu sporlaust í Amazon skóginum (Missing in the Amazon). Ása sagði svo í lokin frá nýjustu þáttaröðina af Black Mirror þar sem tækni og mannleg hegðun takast á.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað

Tónlist í þættinum í dag:

Björk - Litli tónlistarmaðurinn (Freymóður Jóhannsson)

Helgi Björnsson - Þegar flóðið fellur (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, texti Atli Bollason)

Grover Washington Jr. og Bill Withers - Just the two of us (Bill Withers, Ralph MacDonald & William Salter)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Frumflutt

16. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,