Eitt af því sem gleður þessa dagana er brakandi ferskt íslenskt grænmeti í verslunum landsins. Og það er ekkert sjálfgefið að úrvalið er jafn gott og raun ber vitni en eitt af því sem garðyrkjubændur eru ósáttir við er verð á raforku til þeirra. Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi kom í þáttinn í dag en hann og eiginkona hans, Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi. Ártangi er ein þriggja garðyrkjustöðva sem hafa farið formlega í gegnum nýtt vottunarferli sem nefnist Í góðu lagi.
Safn vikunnar í þetta sinn var Byggðasafn Árnesinga, en til okkar kemur Linda Ásdísardóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri og hún ætlar að segja okkur frá því sem er á döfinni á Byggðasafninu, meðal annars sýningunni Yfir beljandi fljót, sem fjallar um ferðir fólks áður en brýr komu yfir árnar, rjómabúið á Baugsstöðum og ýmislegt fleira.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Hringur og Bílagæslumennirnir / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson)
Blómin í brekkunni / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)
Dagný / Ellý og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Tómas Guðmundsson)
Tous Les Garçons Et Les Filles / Unnur Sara Eldjárn (Francoise Hardy)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR