• 00:09:14Fugl dagsins
  • 00:21:04Nýstofnað Njálufélag og Njáluvaka - Guðni og Ólína

Sumarmál

Njálufélagið heldur Njáluvöku og fugl dagsins

Nýstofnað Njálufélag hefur markmiði hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu, eins og þau orða það. Af því tilefni stendur félagið fyrir Njáluvöku í Rangárþingi dagana 21.-24.ágúst, þar sem verður meðal annars lista- og fræðakvöld á Hvolsvelli og hópreið í slóð Brennu-Flosa. Margir koma við sögu á hátíðinni og tvö þeirra, Guðni Ágústsson formaður Njálufélagsins og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, stjórnarmaður í félaginu, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá Njáluvökunni, félaginu og þeirra persónulegu tengingu við Brennu-Njáls sögu.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Torfi á orfi / Snorri Helgason (Snorri Helgason)

Njáll og Bergþóra / Spilverk Þjóðanna (Spilverkið)

Could You Be Loved / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley & The Wailers)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

18. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,