• 00:06:03Fugl dagsins
  • 00:17:28Veganestið á Austurlandi - Páll Ásgeir Ásgeirss.
  • 00:36:27Tækniminjasafn Austurlands - Elfa Hlín safnstjóri

Sumarmál

Austurland með Páli Ásgeiri, Tækniminjasafn Austurlands og fugl dagsins

Páll Ásgeir Ásgeirsson útivistafrömuður var með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar og gaf góð ráð í sambandi við útivist, gönguferðir og ferðalög um landið. Hann hefur undanfarið farið sólarhringinn í kringum landið og unnið sig í gegnum landshlutana og í dag var komið Austurlandi. Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum fyrir austan og þar er auðvitað af nógu taka.

Safn vikunnar í þetta sinn var Tækniminjasafn Austurlands, sem er til húsa á Seyðisfirði. Elfa Hlín Sigrúnar- Pétursdóttir, safnstjóri, var á línunni og sagði okkur frá því helsta sem þar er á döfinni, meðal annars sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni, útisýningu í Hafnargarðinum sem segir frá störfum kvenna á Seyðisfirði og bygging og hönnun á nýju safni svo eitthvað nefnt. En Elfa sagði okkur betur frá þessu í viðtalinu.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Traustur vinur / Upplyfting (Jóhann G. Jóhannsson)

Vegbúi / Una Torfa og Elín Hall (Kristján Kristjánsson)

Farmers Market / Pulp (Andrew Mckinney, Candida Doyle, Emma Smith, Jarvis Cocker, Jason Buckle, Mark Webber & Nick Banks)

Kósíkvöld í kvöld / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,