• 00:07:05Fugl dagsins
  • 00:18:18Einar Kárason - Sturluhátíð
  • 00:40:05Árni Pétur - söfnin í Fjarðarbyggð

Sumarmál

Einar Kára og Sturluhátíð, söfnin í Fjarðarbyggð og fugl dagsins

Á laugardaginn verður haldin Sturluhátíð Þórðarsonar vestur í Dölum. Það hefur verið gert nokkrum sinnum fyrr við fjölmenni, í ár eru fyrirlesarar, Guðni Th. Jóhannesson, prófessor og fyrrverandi forseti Íslands, og Elín Bára Grímsdóttir, en hún hefur í nýlegum ritverkum meðal annars sýnt fram á stílleg tengsl milli þekktra ritverka Sturlu við bæði Grettissögu og Eyrbyggju. Einar Kárason mun svo lesa balda búta úr verkum Sturlu og hann kom í þáttinn og sagði okkur betur frá Sturlu og hátíðinni.

Safn vikunnar, eða öllu heldur söfn vikunnar í þetta sinn voru Sjóminjasafn Austurlands, Íslenska stríðsárasafnið, Frakkar á Íslandsmiðum, Safnahúsið í Neskaupstað, Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Listasafn Tryggva Ólafssonar. Þessi söfn heyra öll undir Menningarstofu Fjarðarbyggðar og Árni Pétur Árnason, verkefnastjóri safna þar á sagði okkur betur frá þeim og hvað er helst á döfinni þar.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Lítill fugl / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarsson)

Garún / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Ævintýr / Gísli Magna (Steingrímur M. Sigfússon)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

7. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,