Á laugardaginn verður haldin Sturluhátíð Þórðarsonar vestur í Dölum. Það hefur verið gert nokkrum sinnum fyrr við fjölmenni, í ár eru fyrirlesarar, Guðni Th. Jóhannesson, prófessor og fyrrverandi forseti Íslands, og Elín Bára Grímsdóttir, en hún hefur í nýlegum ritverkum meðal annars sýnt fram á stílleg tengsl milli þekktra ritverka Sturlu við bæði Grettissögu og Eyrbyggju. Einar Kárason mun svo lesa balda búta úr verkum Sturlu og hann kom í þáttinn og sagði okkur betur frá Sturlu og hátíðinni.
Safn vikunnar, eða öllu heldur söfn vikunnar í þetta sinn voru Sjóminjasafn Austurlands, Íslenska stríðsárasafnið, Frakkar á Íslandsmiðum, Safnahúsið í Neskaupstað, Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Listasafn Tryggva Ólafssonar. Þessi söfn heyra öll undir Menningarstofu Fjarðarbyggðar og Árni Pétur Árnason, verkefnastjóri safna þar á bæ sagði okkur betur frá þeim og hvað er helst á döfinni þar.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Lítill fugl / Ellý Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarsson)
Garún / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Ævintýr / Gísli Magna (Steingrímur M. Sigfússon)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON