Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Markmið kórsins er meðal annars að vekja áhuga barna á söng og tónlist í gegnum leik og gleði. Fjóla Kristín er kennari, kórstjóri og söngkona að mennt. Auk þess að starfa sem kórstjóri hefur hún kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Fjóla Kristín kom í Sumarmál og sagði okkur betur frá þessu.
Hinrik Wöhler hefur unnið fyrir þáttinn innslög sem við köllum Bæjarperlur, þar tekur hann fyrir einn stað hvern fimmtudag og í þetta sinn var það Suðurnesjabær, þar ræddi hann við Margréti Ásgeirsdóttur, forstöðumann safna í Suðurnesjabæ, en þau hittust á Garðskaga þar sem þau skoðuðu vitana tvo, ræddu fuglalífið og litu inn á Byggðasafnið. Svo talaði hann við Magneu Tómasdóttur sem rekur Kaffi Golu með systrum sínum í Sandgerði.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Rósin / GDRN og Magnús Jóhann Ragnarsson (Friðrik Jónsson, texti Guðmund G. Halldórsson).
Turn Me On / Nina Simone (John D. Loudermilk)
Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)
L'Amoureuse / Carla Bruni (Carla Bruni)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR