• 00:06:48Fugl dagsins
  • 00:17:25Fjóla Kristín - nýr barnakór Hallgrímskirkju
  • 00:31:22Bæjarperlur #5 - Suðurnesjabær - Margrét og Magnea

Sumarmál

Nýr barnakór Hallgrímskirkju, Bæjarperlan Suðunesjabær og fugl dagsins

Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Markmið kórsins er meðal annars vekja áhuga barna á söng og tónlist í gegnum leik og gleði. Fjóla Kristín er kennari, kórstjóri og söngkona mennt. Auk þess starfa sem kórstjóri hefur hún kennt leiklist í grunnskóla um árabil og sett upp fjölda söngleikja og leikrita með börnum og unglingum. Fjóla Kristín kom í Sumarmál og sagði okkur betur frá þessu.

Hinrik Wöhler hefur unnið fyrir þáttinn innslög sem við köllum Bæjarperlur, þar tekur hann fyrir einn stað hvern fimmtudag og í þetta sinn var það Suðurnesjabær, þar ræddi hann við Margréti Ásgeirsdóttur, forstöðumann safna í Suðurnesjabæ, en þau hittust á Garðskaga þar sem þau skoðuðu vitana tvo, ræddu fuglalífið og litu inn á Byggðasafnið. Svo talaði hann við Magneu Tómasdóttur sem rekur Kaffi Golu með systrum sínum í Sandgerði.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Rósin / GDRN og Magnús Jóhann Ragnarsson (Friðrik Jónsson, texti Guðmund G. Halldórsson).

Turn Me On / Nina Simone (John D. Loudermilk)

Veldu stjörnu / Ellen Kristjánsdóttir og John Grant (Ellen Kristjánsdóttir, texti Bragi Valdimar Skúlason)

L'Amoureuse / Carla Bruni (Carla Bruni)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

31. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,