• 00:06:58Fugl dagsins
  • 00:17:17Ívar Örn Sverrisson - leikari í Noregi
  • 00:38:06Safn vikunnar - Norræna húsið

Sumarmál

Ívar Örn í Noregi, Norræna húsið og fugl dagsins

Í dag heyrðum við í Ívari Erni Sverrissyni leikara sem býr í Noregi. Hann flutti þangað fyrir 15 árum og síðan þá hefur hann verið fóta sig betur og betur í starfi á norskri grundu. Það tók hann talsverðan tíma norskunni nógu vel, en hann tók þátt í danssýningum, stofnaði fyrirtæki, leikstýrði og náði hægt og rólega komast á þann stað sem hann er kominn núna. Hann var leika sitt stærsta hlutverk í stórri norskri sjónvarpsþáttaröð og leikstýrði sínum fyrsta sjónvarpsþætti. Við fengum Ívar til segja okkur frá dvölinni í Noregi hingað til, þegar við hittum hann í síðustu viku, en hann var bara í stuttu stoppi hér á landi í sumar.

Safn vikunnar í þetta sinn var Norræna húsið. Hrafnhildur Gissurardóttir sagði okkur frá því sem þar er á döfinni, til dæmis hvað verður gert þar á Menningarnótt, svo er það sýningin Lína, lýðræðið og raddir barna og alþjóðlega barnabókamenntahátíðin Týnd úti í mýri, auk ýmislegs fleira sem Hrafnhildur sagði okkur frá í þættinum.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Hann mun aldrei gleyma’enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Gunnar Lárus Hjálmarsson og Þór Eldon)

Quere Me / Pís of keik og Ellý Vilhjálms (Máni Svavarsson og Ellý Vilhjálms)

Afi / Björk Guðmundsdóttir og Björgvin Gíslason (Björgvin Gíslason, texti Bjartmar Guðlaugsson)

Desafinado / George Michael & Astrid Gilberto (Antonio Carlos Jobim & Newton Mendonca)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

11. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,