Í dag heyrðum við í Ívari Erni Sverrissyni leikara sem býr í Noregi. Hann flutti þangað fyrir 15 árum og síðan þá hefur hann verið að fóta sig betur og betur í starfi á norskri grundu. Það tók hann talsverðan tíma að ná norskunni nógu vel, en hann tók þátt í danssýningum, stofnaði fyrirtæki, leikstýrði og náði hægt og rólega að komast á þann stað sem hann er kominn núna. Hann var að leika sitt stærsta hlutverk í stórri norskri sjónvarpsþáttaröð og leikstýrði sínum fyrsta sjónvarpsþætti. Við fengum Ívar til að segja okkur frá dvölinni í Noregi hingað til, þegar við hittum hann í síðustu viku, en hann var bara í stuttu stoppi hér á landi í sumar.
Safn vikunnar í þetta sinn var Norræna húsið. Hrafnhildur Gissurardóttir sagði okkur frá því sem þar er á döfinni, til dæmis hvað verður gert þar á Menningarnótt, svo er það sýningin Lína, lýðræðið og raddir barna og alþjóðlega barnabókamenntahátíðin Týnd úti í mýri, auk ýmislegs fleira sem Hrafnhildur sagði okkur frá í þættinum.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Hann mun aldrei gleyma’enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Gunnar Lárus Hjálmarsson og Þór Eldon)
Quere Me / Pís of keik og Ellý Vilhjálms (Máni Svavarsson og Ellý Vilhjálms)
Afi / Björk Guðmundsdóttir og Björgvin Gíslason (Björgvin Gíslason, texti Bjartmar Guðlaugsson)
Desafinado / George Michael & Astrid Gilberto (Antonio Carlos Jobim & Newton Mendonca)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR