• 00:08:04Fugl dagsins
  • 00:19:30Sigurgeir syndir Ermasundið fyrir Píeta samtökin
  • 00:36:37Bæjarperlur #3 - Viðey - Baldvin Már Baldvinss.

Sumarmál

Bergur og Sigurgeir safna fyrir Píeta, Viðeyjarperlan og fugl dagsins

Við heyrðum í þættinum í dag af tveimur söfnunarátökum til styrktar Píeta samtökunum, annars vegar er það Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, en hann mun klára á morgun göngu sína frá Goðafossi til Reykjavíkur með 100 kílóa kerru í eftirdragi sem ber allan hans búnað. Og svo er það Sigurgeir Svanbergsson sem hyggur á spreyta sig við Ermasundið líklegast á morgun. Við heyrðum í honum frá þar sem hann var staddur í Dover og bíður eftir græna ljósinu leggja af stað. Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna var svo hjá okkur í Efstaleitinu og sagði okkur betur frá þessum söfnunum og samtökunum.

Hinrik Wöhler sendir okkur á fimmtudögum í sumar það sem við köllum Bæjarperlur. Í þetta sinn fór hann út í Viðey og ræddi við Baldvin Baldvinsson, sagnfræðing og umsjónarmann Viðeyjar í sumar. Við heyrðum þeirra spjall þar sem þeir töluðu til dæmis um uppbyggingu og hlutverk Viðeyjarstofu, sögu og hönnun kirkjunnar og þjóðsögur tengdar henni og svo hversdagslífið, ferðamennskuna, fuglalífið og matjurtargarðinn sem leynist á bak við Viðeyjarstofu.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson)

Raindrops Keep Falling On My Head / Perry Como (Burt Bacharach, texti Hal David)

Chain of Fools / Aretha Franklin (Don Covay)

Á plánetunni jörð / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Frumflutt

17. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,