• 00:05:02Fugl dagsins
  • 00:17:14María og Gunnar - eiga 28 sleðahunda
  • 00:37:18Ása Baldursd. - hlaðvörp og sjónvarpsþáttaraðir

Sumarmál

Úr einum hundi í tuttugu og átta, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Í dag heyrðum við í hjónunum Maríu Björk Guðmundsdóttur og Gunnari Eyfjörð Ómarssyni, en þau segja þau hafi verið tiltölulega eðlileg fjölskylda á Akureyri fyrir fjórtán árum, með þrjú börn og tvo ketti, þegar þau ákváðu sér hvolp. Fjórtán árum síðar eiga þau 28 hunda, og það enga smáhunda, heldur 28 husky sleðahunda og reka tvö fyrirtæki tengd hundunum þar sem þau meðal annars bjóða upp á sleðaferðir, hundaknús og eru jafnvel farin vinna ull úr feldi hundanna. Við fengum þau til segja okkur allt um þetta í þættinum í dag.

Ása Baldursdóttir kom í síðasta sinn til okkar í dag til segja frá áhugaverðu efni til hlusta á og horfa á, hlaðvörp og sjónvarpsþáttaraðir. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarp um netglæpi á heimsvísu þar sem stórfelld fjársvik eiga sér stað, hlaðvarp um sjálfshjálparhreyfingu sem ekki er öll þar sem hún er séð og sagði lokum frá hjartahlýrri sjónvarpsþáttaröð um Inúíta í norðri.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson, texti Iðunn Steinsdóttir)

Vegurinn heim / Marketa Irglová (Magnús Eiríksson)

Fram í heiðanna / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik Aðalsteinn Friðriksson)

Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Nina Richter)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

13. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,