• 00:06:28Fugl dagsins
  • 00:17:08Elín Þóra Rafnsd. í Herhúsinu á Siglufirði
  • 00:34:41Ása Baldursdóttir - tvö hlaðvörp og læknadrama

Sumarmál

Elín Þóra í Herhúsinu á Sigló, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Elín Þóra Rafnsdóttir myndlistarkona átti sér stóra drauma um langt í myndlistinni þegar hún lauk listnámi í Kaupmannahöfn í byrjun níunda áratugarins en hún lagði listina á hilluna í 18 ár meðal annars vegna barnauppeldis og brauðstrits. Hún snéri sér hins vegar aftur myndlistinni og stundar hana af miklum krafti þegar hún stendur á sjötugu. Helga Arnardóttir ræddi við Elínu um gleðina við fara á eftirlaun og hvernig hún fann listræna þráðinn á en hún hefur dvalið í heilan mánuð í Herhúsinu á Siglufirði, gestavinnustofu fyrir listamenn, og heldur þar einmitt sýningu á verkum sínum í dag milli fjögur og sex.

Svo kom Ása Baldursdóttir til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðu efni til hlusta eða horfa á. Í dag fjallaði Ása um óhugnalegt glæpahlaðvarp sem segir frá eldri konum sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Svo sagði hún frá hlaðvarpinu Bad Therapist þar sem fólk segir frá reynslu sinni af lélegum meðferðaraðilum og lokum heyrðum við af sjónvarpsþáttaröð, læknadrama sem gerist til dæmis á 15 klukkutíma vakt á bráðamóttöku og mörgu fleiru.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Þá var auðna og yndi / Þau (Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson, texti Tómas Guðmundsson.

Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey)

Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Nat Simon, texti Eiríkur Karl Eiríksson)

Sunday Morning / Velvet Underground (Lou Reed & John Cale)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

30. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,