Sif Kristinsdóttir situr í stjórn Hollvina Grensásdeildar og hún ákvað í tilefni af fimmtugsafmæli sínu að synda í sjónum á 50 stöðum á landinu til styrktar Grensásdeildinni og er nú þegar búin að klára 32 staði því veðrið hefur verið gott í sumar. Sif er ein vinkvennanna sem slösuðust á Tenerife þegar króna af pálmatré féll á þær. Ein þeirra, Svava Magnúsdóttir, lamaðist frá mitti, en Sif slasaðist illa á baki og öxl. Hún komst að því að sjóböð stilla verkina, svo nú syndir hún reglulega í sjónum með nokkrum vinkonum og þær kalla sig Sjávarsystur. Sif kom í þáttinn í dag.
Bæjarperlurnar hans Hinriks Wöhlers verða á dagskrá á fimmtudögum í sumar og síðastliðinn laugardag brá hann sér uppá Akranes í blíðskaparveðri en þá voru írskir dagar í hámarki og mikið líf og fjör í bænum sem hann segir frá í dag. Hinrik ræddi við Davíð Sigurðsson, forstöðumann íþróttamála, Jón Allansson, forstöðumann Byggðasafnsins í Görðum og Konna Gotta (Konráð Gunnar Gottliebsson), eiganda Hopplands.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Tempó prímó / Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius
The Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)
Harvest moon / Neil Young
Magic / Oliva Newton John og ELO
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR