• 00:06:58Fugl dagsins
  • 00:15:41Sif Kristinsd. - synda í sjónum á 50 stöðum
  • 00:34:07Bæjarperlur - Akranes - Hinrik Wöhler

Sumarmál

Sif Kristinsdóttir og Sjávarsystur, Bæjarperlan Akranes og fugl dagsins

Sif Kristinsdóttir situr í stjórn Hollvina Grensásdeildar og hún ákvað í tilefni af fimmtugsafmæli sínu synda í sjónum á 50 stöðum á landinu til styrktar Grensásdeildinni og er þegar búin klára 32 staði því veðrið hefur verið gott í sumar. Sif er ein vinkvennanna sem slösuðust á Tenerife þegar króna af pálmatré féll á þær. Ein þeirra, Svava Magnúsdóttir, lamaðist frá mitti, en Sif slasaðist illa á baki og öxl. Hún komst því sjóböð stilla verkina, svo syndir hún reglulega í sjónum með nokkrum vinkonum og þær kalla sig Sjávarsystur. Sif kom í þáttinn í dag.

Bæjarperlurnar hans Hinriks Wöhlers verða á dagskrá á fimmtudögum í sumar og síðastliðinn laugardag brá hann sér uppá Akranes í blíðskaparveðri en þá voru írskir dagar í hámarki og mikið líf og fjör í bænum sem hann segir frá í dag. Hinrik ræddi við Davíð Sigurðsson, forstöðumann íþróttamála, Jón Allansson, forstöðumann Byggðasafnsins í Görðum og Konna Gotta (Konráð Gunnar Gottliebsson), eiganda Hopplands.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Tempó prímó / Uppáhellingarnir og Sigríður Thorlacius

The Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)

Harvest moon / Neil Young

Magic / Oliva Newton John og ELO

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

10. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,