• 00:04:42Fugl dagsins
  • 00:14:37Alexander Björn - frjósemi trans fólks
  • 00:34:20Bæjarperlur #7 - Hveragerði - Magni og Jóna

Sumarmál

Frjósemismál trans fólks, bæjarperlan Hveragerði og fugl dagsins

Það er algengt fólk gefi sér trans fólk geti ekki eða vilji ekki eignast börn, en staðreyndin er það er allt eins líklegt til þess vilja stofna fjölskyldu og cís fólk. Í dag ræddum við frjósemismál trans fólks og mýtur sem tengjast þeim. Þessi mál voru rædd sérstaklega í málstofu á regnbogaráðstefnu hinsegin daga í síðustu viku. Alexander Björn Gunnarsson, félagsráðgjafi hjá transteymi Landspítalans, kom í spjall í dag, en hann er sjálfur faðir og trans maður.

Við fengum svo sjöundu bæjarperluna frá Hinriki Wöhler í dag, í þetta sinn var perlan Hveragerði, þar hitti Hinrik Magne Kvam, fjallahjólakappa og þeir spjölluðu saman um til dæmis Reykjadal. Svo fór hann á Listasafn Árnesinga og hitti Jónu Þorvaldsdóttur, listljósmyndara.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Nina Richter)

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Fjaran / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson)

Þú kemur vína mín / Ragnar Bjarnason og Hljómsveit Svavars Gests (Óskar Cortes, textahöfundur ókunnur)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

14. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,