• 00:06:08Fugl dagsins
  • 00:17:19Þórólfur og Sveinn - gera rabbabarafreyðivín
  • 00:34:00Bæjarperlur - Eyjafjarðarsveit - María og Fjóla

Sumarmál

Rabbabarafreyðivín að austan, bæjarperlan Eyjafjarðarsveit og fugl dagins

Rabbabari hefur svo sannarlega komið við sögu hjá okkur í sumar í Sumarmálum og það hefur komið í ljós möguleikar rabbabarans eru óteljandi. Í dag tókum við spjalli tvo víngerðarmenn fyrir austan fjall sem eru til dæmis búa til Rabbabarafreyðivín og rækta rabbabara í stórum stíl. Þetta eru þeir Þórólfur Sigurðsson frístundabóndi og Sveinn Garðarsson vínþjónn.

Við fengum svo áttundu bæjarperluna senda frá Hinriki Wöhler í dag og í þetta sinn var perlan Eyjafjarðarsveit. Hann hitti Maríu Pálsdóttur á Kristnesi, þar sem hún stýrir Hælinu, setur um sögu berklanna, og svo fór hann og hitti Fjólu Kim Björnsdóttur sem á ásamt fleirum kúabú og ísbúð í Holtseli.

Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Átján tíma á dag / Eyjólfur Kristjánsson og Björgvin Halldórsson (Pim Koopman, texti Aðalsteinn Ásberg)

Æskuást / Erla Stefánsdóttir (Grétar Ingvarsson, texti Rafn Sveinsson)

Days of wine and roses / Ella Fitzgerald (Henry Mancini & Johnny Mercer)

Kon-Tiki / The Shadows (M.Carr & Michael Carr)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,