Sumarmál

PEERS námskeið, nýir tímar í Kolaportinu og fugl dagsins

PEERS námskeið eru gagnreynd í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni þar sem unnið er með styrkja félagsleg samskipti. Á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla skiptir félagsfærni gríðarlega miklu máli, en námskeiðin eru sérstaklega hugsuð fyrir börn og unglinga með röskun á einhverfurófi, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika. Námskeiðin eru bæði fyrir ungmennin og foreldra þeirra. Þær Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi, komu í þáttinn í dag og sögðu okkur betur frá þessum námskeiðum og þeim aðferðum sem notast er við á þeim.

Svo fengum við nýja rekstraraðila í Kolaportinu í heimsókn, en tilboði Götubita ehf. var tekið og þeir Róbert Aron Magnússon og Einar Örn Einarsson standa þar baki. Við fengum þá félaga til þess segja okkur frá þeirra hugmyndum og hvernig þeir sjá rekstur Kolaportsins fyrir sér, en þeir lyklavöldin í Kolaportinu 1. september.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Meðan sigla himinský / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

Einshljóðfærissinfóníuhljómsveit / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Harry Chapin, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Stuck in the Middle With You / Stealers Wheel (Gerry Rafferty & Joe Egan)

Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir og Pétur Benediktsson (Magnús Eiríksson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,