• 00:05:10Fugl dagsins
  • 00:15:00Ásta Þórisdóttir - hötuðustu plöntur landsins
  • 00:35:06Páll Ásgeir - Veganestið á Suðurlandi

Sumarmál

Ásta arfisti, Páll Ásgeir um Suðurlandið og fugl dagsins

Ásta Þórisdóttir ólst upp á Ströndum og fór ung prófa sig áfram með nýta plöntur í nærumhverfinu í ýmis smyrsl. Seinna fór hún í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands þar sem hún beindi sjónum sínum óvinsælum plöntum og rannsakaði hötuðustu plöntu landsins, skógarkerfilinn, í þaula. Ásta er skólastjóri grunnskólans á Drangsnesi en á sér hliðarsjálf sem hún kallar Arfistann. Við ræddum í dag við hana um nýsköpun, skógarkerfilinn sem hún fékk á heilann og fleiri jurtir sem sumir kalla illgresi en eru til margs nýtilegar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, sérfræðingur Sumarmála í útivist og ferðum um landið, var hjá okkur í dag í síðasta sinn þetta sumarið með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið vinna sig sólarhringinn í kringum landið undanfarnar vikur og í dag var komið Suðurlandinu. Við fengum sem sagt heyra hvaða stöðum hann mælir með staldra við á og skoða á ferðum okkar um Suðurlandið.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Stebbi og Lína / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson, texti Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson)

Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)

Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,