• 00:06:04Fugl dagsins
  • 00:15:28Jón Hilmar Jónss. - Orðanet Árnastofnunar
  • 00:32:25Ása Baldursdóttir - hlaðvörp og sjónvarpsefni

Sumarmál

Jón Hilmar og Orðanetið, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Fyrr í sumar rákumst við fyrir tilviljun á íslenskt Orðanet sem hægt er finna undir netsíðu Árnastofnunar. Þá vorum við tala um veður, einu sinni sem oftar, og sáum á samfélagsmiðlum þar sem slegið hafði verið inn á síðu orðanetsins hugtakið blíðviðri og þá birtist afskaplega skemmtileg flétta orða sem tengjast, eru skyldheiti, grannheiti og svo framleiðis. Þetta er sett fram á afar fallegan hátt, sem einskonar blóm og svo er einnig hægt skoða ýmsan frekari fróðleik um orðið sem slegið er inn. Jón Hilmar Jónsson, prófessor emeritus, er höfundur Orðanetsins og hann kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá því, tilurð þess og áhugaverðum leiðum til nota Orðanetið.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar í dag eins og alla miðvikudaga í sumar og hélt áfram segja okkur frá áhugaverðu efni til hlusta á og horfa á. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarpið Forfeður okkar voru ruglaðir, eða Our Ancestors Were Messy, þar sem saga svartra bandaríkjamanna er reifuð úr fjölmiðlum þeirra tíma. Svo sagði hún frá hlaðvarpinu Hverju eyðum við, eða What We Spend, þar sem raunverulegt fólk opnar bókhald sitt upp á gátt og lokum talaði hún um sjónvarpsþættina Æfinguna (The Rehearsal) sem hafa vakið gríðarlega mikla athygli undanfarið.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Sumargestur / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, texti Einar Georg Einarsson)

Með allt á hreinu / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson, texti, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson)

Quando Quando / Páll Óskar og Milljónamæringarnir (Renis, Boone & Testa)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,