Sumarmál

Jóhann Óli Hilmarsson fuglasérfræðingur, Páll Ásgeir um Norðurland og fugl dagsins

Í fugli dagsins hér í Sumarmálum þá vitnum við alla daga í Fuglavefinn, þann hafsjó af fróðleik um fugla Íslands og ósjaldan tölum við um fallegu myndirnar sem þar er finna, flestar teknar af Jóhanni Óla Hilmarssyni, en hann er líka maðurinn á bak við fuglavefinn.is. Jóhann Óli var gestur Sumarmála í dag, hann er meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. Hann hlaut viðurkenningu sem kennd er við Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti á degi íslenskrar náttúru í september síðastliðinn og um páskana var sýnd Fuglalíf hér á RÚV, heimildarmynd eftir Heimi Frey Hlöðversson sem fjallar um Jóhann Óla. Við ræddum við hann í dag um fuglaáhugann, ljósmyndirnar, fuglavefinn og fleira.

Á þriðjudögum í sumar kemur Páll Ásgeir Ásgeirsson til okkar með það sem við köllum Veganestið. Í síðustu viku fræddi hann okkur um Vestfirði og í dag var komið Norðurlandi þar sem Páll Ásgeir sagði okkur frá áhugaverðum stöðum skoða þar.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað, en Jóhann Óli Hilmarsson var með okkur í dag fugli dagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Litli fugl / Spaðar (Guðmundur Ingólfsson)

Gaukur í klukku / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)

Lítill fugl / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarson)

Pretty Little Baby / Connie Francis (Bill Nauman & Don Stirling)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

29. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,