• 00:07:41Fugl dagsins
  • 00:20:50Gunnar Þorgeirsson - íslensk garðyrkja
  • 00:38:06Byggðasafn Árnesinga - Linda Ásdísardóttir

Sumarmál

Gunnar garðyrkjubóndi, Byggðasafn Árnesinga og fuglinn

Eitt af því sem gleður þessa dagana er brakandi ferskt íslenskt grænmeti í verslunum landsins. Og það er ekkert sjálfgefið úrvalið er jafn gott og raun ber vitni en eitt af því sem garðyrkjubændur eru ósáttir við er verð á raforku til þeirra. Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi kom í þáttinn í dag en hann og eiginkona hans, Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi. Ártangi er ein þriggja garðyrkjustöðva sem hafa farið formlega í gegnum nýtt vottunarferli sem nefnist Í góðu lagi.

Safn vikunnar í þetta sinn var Byggðasafn Árnesinga, en til okkar kemur Linda Ásdísardóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri og hún ætlar segja okkur frá því sem er á döfinni á Byggðasafninu, meðal annars sýningunni Yfir beljandi fljót, sem fjallar um ferðir fólks áður en brýr komu yfir árnar, rjómabúið á Baugsstöðum og ýmislegt fleira.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Hringur og Bílagæslumennirnir / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson)

Blómin í brekkunni / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)

Dagný / Ellý og Vilhjálmur Vilhjálms (Sigfús Halldórsson, texti Tómas Guðmundsson)

Tous Les Garçons Et Les Filles / Unnur Sara Eldjárn (Francoise Hardy)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

28. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,