• 00:05:41Ferðasaga - Brynja Dögg Friðriksdóttir
  • 00:24:02Brynja Dögg - seinni hluti
  • 00:47:47Fugl dagsins

Sumarmál

Ferðasaga: Á Balkanskaganum með Brynju Dögg, Kría fargufa og fuglinn

Við fórum um slóðir Balkanskagans með Brynju Dögg Friðriksdóttur í ferðasögu dagsins, en hún þekkir svæðið vel og hefur oft ferðast þangað. Eyjarnar Split og Hvar í Króatíu eru í miklu uppáhaldi hjá henni en þær verða sífellt vinsælli meðal Íslendinga sem sumardvalarstaður. Hún sagði líka frá Slóveníu og Bosníu og Herzegóvínu, frá fólkinu, landslaginu og matarmenningu þessara þjóða svo eitthvað nefnt.

Brynja hefur verið sjálfstætt starfandi í kvikmyndageiranum og fjölmiðlum síðustu ár en einnig komið víða við erlendis og starfað sem útsendur sérfræðingur á vegum Utanríkisráðuneytisins hjá Nato í Afganistan, Litháen og Lettlandi. Nýlega ákvað hún venda kvæði sínu í kross og opnaði Kríu fargufu í Gufunesinu og hún fræddi okkur örlítið um kosti þess fara í gufubað fyrir heilsuna.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Óbyggðirnar kalla / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)

Desole / Gorillaz

Real Love baby / Father John

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

11. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,