• 00:07:23Fugl dagsins
  • 00:14:59Einar og Baldur - fóru í hárígræðslu í Tyrklandi
  • 00:35:21Bæjarperlur - Mosfellsbær - Regína og Guðný

Sumarmál

Einar og Baldur í hárígræðslu, Mosfellsbæjarperla og fugl dagsins

Með aldrinum lenda flestir karlmenn í því hárið þynnist, mishratt, mjög snemma hjá sumum, seinna hjá öðrum og sumir halda hárinu nánast óbreyttu. Sumir eru ekki ánægðir með missa hárið og það er auðvitað risastór iðnaður selja ýmis konar vörur sem eiga annað hvort fela hárþynninguna, koma í veg fyrir hana eða jafnvel snúa þróuninni við. Svo er það hárígræðslan. Sífellt fleiri velja fara í slíkar aðgerðir, en hvers slags aðgerðir eru þetta og hvernig virka þær? Einar Bárðarson og Baldur Rafn Gylfason fóru í maí til Istanbúl í Tyrklandi í hárígræðslu og þeir komu einmitt í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þeirri reynslu, hvernig þetta gekk fyrir sig og ferlið hingað til.

Einn af sumarfuglum okkar í Sumarmálum þetta sumarið, er Hinrik Wöhler en hann hefur verið gera ýmsa þætti hér á Rás 1 undanfarin misseri. Hann mun senda okkur alla fimmtudaga í sumar það sem við köllum Bæjarperlur, þar sem hann heimsækir hina ýmsu bæjarfélög á landinu. Við fengum fyrstu Bæjarperluna í dag, og í Hinrik byrjar á Mosfellsbænum þar talaði hann við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Guðný Dóru Gestsdóttur safnstjóra Gljúfrasteini.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Það jafnast ekkert á við jazz / Stefanía Svavarsdóttir (Jakob Frímann og Valgeir Guðjóns)

Stutt skref / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Steingrímur Karl Teague, Magnús Trygvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)

Yesterday when I was young / Dusty Springfield (Aznavour & Kretzmer)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,