• 00:07:40Fugl dagsins
  • 00:16:19Sigrún og Daníel - Los Bomboneros
  • 00:32:06Ása Baldurs - hlaðvörp og sjónvarpsefni

Sumarmál

Los Bomboneros, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Hljómsveitin Los Bomboneros heiðrar þjóðlagahefðir og lífsspeki Suður-Ameríku með hægtempruðum völsum, frumsömdum ballöðum, nýjum útsetningum á frægum númerum frá Kolumbíu, Venezuela, Mexíkó og Perú, og með dansvænni ópusum karibíska hafsins. Hljómsveitin hefur sérhæft sig í tónlist Mið- og Suður-Ameríku ásamt frumsömdu efni og hefur komið víða fram en tónleikar sveitarinnar eiga það gjarnan til breytast í funheitt danspartý. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna og fiðla) og Daníel Helgason (tresgítar) komu til okkar í dag.

Ása Baldursdóttir kemur til okkar á miðvikudögum í sumar og segir frá áhugaverðu efni hlusta á og horfa á, hlaðvörp og sjónvarpsþáttaraðir. Í þættinum í dag ræddi hún um óhugnanlega flókna króka og kima internetsins sem kemur við í þeim þáttaröðum sem hún talaði um í dag, þar sem unglingsstúlka verður fyrir stjáklun, eða eltihrelli og önnur hlaðvarpsröð þar sem dularfullur drápslisti kemur við sögu. lokum talaði hún um eitt umtalaðasta sjónvarpsefni ársins, þáttaröðina Adolescence.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Fyrir austan mána og vestan sól / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjáns, texti Loftur Guðmunds)

Desperado / Eagles (Don Henley & Glenn Frey)

Semillas de lirios / Los Bombaneros (Alexandra Kjell og Daníel Helgason)

Hótel Jörð / Vilborg Árnadóttir (Heimir og Jónas) (Heimi Sindrason, ljóð eftir Tómas Guðmundsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,