Eignarfall er sjaldgæfast allra falla í íslensku, fáar algengar sagnir og forsetningar taka það til dæmis sem andlag. Eignarfallið er viðkvæmt fyrir áhrifum og breytingum eins og sést til dæmis í beygingu kvenkynsorða. Það kemur meira fyrir í rituðu máli og formlegu en í óformlegu máli og töluðu. Það er þó hvergi nærri horfið úr íslensku, að minnsta kosti ekki enn þá.
Frumflutt
10. nóv. 2019
Aðgengilegt til
9. sept. 2025
Orð af orði
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.