Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hannes Guðrúnarson fékk í upphafi þessa árs styrk úr Íþróttasjóði og Lýðheilsusjóði til að bjóða upp á borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson en hann hefur starfað sem borðtennisþjálfari og dómari í allnokkur ár og þegar hann heyrði af því að borðtennis hefði jákvæð áhrif á fólk sem glímir við Parkinson ákvað hann að kynna sér málið betur. Hannes er með hóp sem hittist tvisvar í viku í TBR húsinu og hann vonar að borðtennis geti stuðlað að betra lífi hjá þeim því skjálftinn virðist alveg hverfa á meðan þau spila. Við kíktum á æfingu í TBR húsið og töluðum við Hannes þjálfara og Atla Þór sem glímir við Parkison.
Georg Lúðvíksson kom aftur í þáttinn, eins og undanfarna mánudaga, með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag ræddi hann um fjárfestingar og sparnað, hvernig er best að ávaxta peningana sína.
Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Bjarni Jónsson leikskáld, dramatúrg, leikstjóir, þýðandi og framleiðandi. Hann hefur komið að uppsetningu fjölda leikverka út frá framantöldum titlum, nú síðast var hann í hlutverki leikstjóra og dramatúrgs, eða leiklistarráðunautar, í uppsetningu leikritsins Innkaupapokanum, sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. En Bjarni sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Min Kamp e. Karl Ove Knausgaard
Jóhannes á Borg e. Stefán Jónsson
Bækur Halldórs Laxness
Leikrit William Shakespeare
Tónlist í þættinum í dag:
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Húsið og ég / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson, Örn Jónsson, texti Vilborg Halldórsdóttir)
Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON