10:13
Flugur
Hin írska Muireann Bradley
Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Sagt er frá ungri upprennandi blúskonu frá Írlandi, sem heitir Murieann Bradley og hefur vakið athygli með sinni fyrstu stóru plötu sem heitir I kept These Old Blues. Faðir hennar hlustar mikið á gamlar sveitablúsplötur og hún lærði lögi í æsku, byrjaði að spila á gítar 9 ára og fyrsta platan kom út rétt áður en hún varð sautján ára. Hún fæddist árið 2006 í smábæ í Donnegan sýslu á Írlandi og er ótrúlega efnileg tónlistarkona. Hún vakti umtalsverða athygli þegar hún kom fram í áramótaþætti Jools Holland í ársbyrjun 2024, en fyrsta platan hennar kom út þremur vikum áður en þessi þáttur var sýndur.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
,