Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Gestur Svipmyndar í dag er engin önnur en Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur.
Herdís fæddist á Húsavík þann 18. júlí árið 1934 og fagnaði því níræðisafmæli sínu í sumar. Hún hóf kennslu í Ísaksskóla árið 1953 og starfaði þar í 45 ár, eða fram til ársins 1998. Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þar á meðal eru bækurnar um Pappírs-Pésa og Siggu og skessuna og kennsluhandbók í lestri sem nefnist Það kemur saga út úr mér. Herdís hefur þróað merkilegar kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem vakið hafa mikla athygli. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar og segist hvergi nærri hætt.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.
Í síðari þætti Líf með list, um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París, er rætt við Laufeyju um einstakar sýningar sem hún stjórnaði um og eftir síðustu aldamót.
Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 á heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.
Svolítil tónlist líka í þessum þætti:
Sous le ciel de Paris með Parisi taeva all; Le droit a la paresse með Georges Moustaki; Hljóðrás við verk Rúríar, Fossar í voða (Endangered Waters), tekið af netinu; Hljóðrás úr verki Gabríelu Friðriksdóttur við verkið Tetralógía – north.
Þá heyrast fáeinir gítartónar úr prívatupptöku, Sólveig Genevois leikur.
Zao de Sagazan La sympohonie des éclairs.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Í fyrsta hluta þáttarins voru m.a. leiknar Forsetarímurnar sem fluttar voru að hluta í þættinum 19. nóvember. Sigurlín Hermannsdóttir orti, Bára Grímsdóttir flutti.
Hildigunnur Thorsteinsson tók við starfi forstjóra Veðurstofunnar í sumar. Hún spjallið um starfið og fjölbreytt verkefni stofnunarinnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Hún sagði frá sýn sinni á nokkra af málaflokkum ráðuneytisins.
Magnús Lyngdal fjallði um Johann Sebastian Bach og lék brot úr nokkrum verka hans.
Tónlist:
Ljóðið um hamingjuna um morguninn - Ingibjargir,
Liebesfreud - Joshua Bell og Paul Coker,
Seattle song - Tord Gustavsen Trio.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu jólahátíðarinnar, meðal annars um ofsafengin skrílslæti og fyllerí sem áður einkenndu jólin víða, og tilraunir til að banna jólahald í gegnum árin.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við vorum með þrjá föstudagsgesti í dag, það voru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Friðgeir Einarsson, en þau eru öll í höfundateymi Skaupsins í ár. Við fórum með þeim yfir árið sem er að líða, hvernig það hefur verið fyrir þau, bæði persónulega og svo í því samhengi að vera að skrifa Skaupið. Eins töluðum við um hátíðar- og áramótahefðir og hvað þau gera á þessum tímamótum sem áramótin eru.
Tónlistin í þættinum:
Gamlárspartý / Baggalútur (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Skammdegisvísur / Ragnhildur Gísladóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Ólafur Þórðarson
Gömul kynni gleymast ei / Guðrún Árný Karlsdóttir (erlent lag, texti Árni Pálsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atlantshafsbandalagið ætlar að auka viðveru á Eystrasalti eftir að grunur vaknaði um skemmdarverk á sæstreng milli Finnlands og Eistlands. Eistar hafa þegar sent herskip til að hafa eftirlit með sæstrengjunum.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að stórefla öryggi neðansjávarinnviða Íslands. Netöryggissveit er ætlað að uppræta undirróður og netárásir, og koma í veg fyrir skemmdarverk, að sögn skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu.
Eigandi netverslunar með áfengi segir þær aðgerðir lögreglu að loka fyrir afgreiðslu víns í nokkrum netverslunum í gær brjóta gegn réttindum fyrirtækja. Þær byggist á rangri túlkun áfengislaga þar sem áfengi sé ekki selt beint yfir borðið í slíkum verslunum.
Eitt hundrað sjúklingar eru í einangrun á Landspítalanum, þar af 40 af völdum öndunarfærasýkinga. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á aðfangadag og mælst er til þess að ekki heimsæki fleiri en einn gestur hvern sjúkling í einu.
Nýr dómsmálaráðherra segist munu láta reyna á, hvort og hvað hægt sé að gera til að tryggja traust til réttarkerfisins vegna deilna innan ríkissaksóknaraembættisins.
Meirihluti suðurkóreska þingsins samþykkti í morgun að ákæra sitjandi forseta til embættismissis. Forsetinn tók við embættinu fyrir þremur vikum.
Fólk verður að fá tækifæri til að komast að því hvort því líður vel eða ekki í Grindavík, segir framkvæmdastjóri Vísis. Hann gagnrýnir að ekki sé meira gert til að fólk geti dvalið á sínum gömlu heimilum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1997. Villisvínið hafði þá verið í eigu fjölskyldunnar sem átti það í tæpan áratug og hafði fengið nafnið Villi.
18 árum síðar var villisvíninu skilað til eigenda sinna sem þá bjuggu í Kópavogi. Með því fylgdi dagbók sem það hafði ritað um árabil og fótósjoppaðar myndir af ferðum þess um heiminn.
Hákon Björn Högnason, sonur hjónanna sem keyptu villisvínið á markaði í Póllandi árið 1988, segir okkur sögu Villa.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Útvarpsfréttir.
Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit að svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.
Við vöknum í París og snæðum kjúklinga-marangó, tökum skyrtur úr þurrkaranum og förum í langþráð bað. Þar veltum fyrir okkur bréfaskriftum Napóleons en hvar sem hann var; á hestbaki, í baði, á vígvellinum og í fínum matarboðum, fann hann alls staðar tíma til að skrifa og það mikið. Sagnfræðingar hafa fundið fjörutíu þúsund bréf sem Napóleon lét póstleggja. Hvert fóru öll þessi bréf?
Þar veltum við líka fyrir okkur styrjöldum fortíðar. Eftir blóðuga umbrotatíma byltingarinnar í Frakklandi var það sjálfur Napóleon sem færði frönsku þjóðinni að nýju jólin sem höfðu legið í dvala.
Umsjón: Níels Thibaud Girerd
Handrit og hugmyndavinna: Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Óhefðbundinn þáttur að þessu sinni. Í stað þess að ræða hvað bar hæst í menningunni í vikunni var fjallað um jólahefðir í allri sinni mynd, leikritið Yermu og þættina Vigdísi sem frumsýndir verða á RÚV á nýársdag. Gestir eru þau Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hvernig barnabækur koma út í öðrum löndum en á Íslandi? Karitas segir frá barnabókum í Noregi og bókaormurinn Hjalti talar um Harry Potter bókaflokkinn og bækur eftir David Walliams sem eiga það sameiginlegt að koma frá Bretlandi. Auk þess fjallar Embla um barnabækur frá meðal annars Svíþjóð, Finnlandi og Ítalíu.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um söngkonuna, laga- og textahöfundinn Peggy Lee. Leikin eru lögin: Somebody Else Is Taking My Place, Why Don't You Do Right?, I Don't Know Enough About You, It's A Good Day, Manana, Golden Earrings, Chi-Baba, Riders In The Sky, The Possibility's There, The Old Master Painter, Lover og Black Coffee.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Geðþjónusta Landspítalans er að innleiða þjónustu við fólk með geðræn veikindi þannig að sjúklingarnir sjálfir meti þörf sína fyrir innlögn á spítalann. Með því á að fyrirbyggja alvarlegri veikindi og fækka komum fólks á bráðamóttöku. Í 10. þætti Geðbrigða er fjallað um þessa nýju þjónustu og skjólshús þar sem áherslan er líka á notendastýrðar lausnir.
Viðmælendur eru Grímur Atlason, Margrét Helga Kristjánsdóttir, Nanna Briem, Ragnheiður Eiríksdóttir Bjarman og Svava Arnardóttir.
Guðrún Hálfdánardóttir hefur umsjón með þættinum en auk hennar koma Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson að gerð þáttarins. Tæknimaður er Lydía Grétarsdóttir.
eftir Oscar Wilde. Sólveig Thorarensen þýddi.
Hallmar Sigurðsson les.
(Áður á dagskrá 1993)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við vorum með þrjá föstudagsgesti í dag, það voru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Friðgeir Einarsson, en þau eru öll í höfundateymi Skaupsins í ár. Við fórum með þeim yfir árið sem er að líða, hvernig það hefur verið fyrir þau, bæði persónulega og svo í því samhengi að vera að skrifa Skaupið. Eins töluðum við um hátíðar- og áramótahefðir og hvað þau gera á þessum tímamótum sem áramótin eru.
Tónlistin í þættinum:
Gamlárspartý / Baggalútur (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Skammdegisvísur / Ragnhildur Gísladóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Ólafur Þórðarson
Gömul kynni gleymast ei / Guðrún Árný Karlsdóttir (erlent lag, texti Árni Pálsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Óhefðbundinn þáttur að þessu sinni. Í stað þess að ræða hvað bar hæst í menningunni í vikunni var fjallað um jólahefðir í allri sinni mynd, leikritið Yermu og þættina Vigdísi sem frumsýndir verða á RÚV á nýársdag. Gestir eru þau Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur.
Útvarpsfréttir.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum veðurtengdu verkefnin undanfarna sólarhringa og flugeldasöluna framundan.
Við förum yfir merkar uppgötvanir í erfðafræðinni á árinu með Arnari Pálssyni prófessor í lífupplýsingafræði.
Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningasviðs ASÍ, ræðir við okkur um boðaðar verðhækkanir um áramótin og efnahagsmálin almennt á næstu misserum.
Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðssérfræðingur, kemur til okkar eftir átta fréttir og ræðir jólagjafir fyrirtækja.
Við opnum fyrir símann í lok þáttar og tókum á móti atkvæðum til vals á manneskju ársins.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Á lagalista fólksins kíktum við í tölfræðipakkann sem Spotify sendi viðskiptavinum sínum fyrir jólin. Þar kemur fram hvað hver hlustandi hlustaði mest á og leyfðu nokkrir hlustendur okkur að heyra hver væru mest spiluðu lögin þeirra á veitunni.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-27
Bubbi Morthens - Serbinn.
Eldar - Þú og ég og okkar fjarlæga nálægð.
THE TURTLES - Happy together.
Hotmood - It's Friday Night.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
BAGGALÚTUR - Saddur.
Kravitz, Lenny - Honey.
SOUNDGARDEN - Black Hole Sun.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
PUBLIC ENEMY - Give it up.
Árný Margrét - I miss you, I do.
THIN JIM & CASTAWAYS - Brotnar myndir.
Hjálmar - Vor.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Crazy Frog, Crazy Frog - Axel F.
GusGus - David.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Bríet - Takk fyrir allt.
JAPAN - Quiet Life (80).
RADIOHEAD - Karma Police.
KATE BUSH - Wuthering Heights.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
U2 - Bad.
VALDIMAR - Ryðgaður dans.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Myndi falla.
RED BARNETT - My Island.
LOU REED - Walk On The Wild Side.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
Fontaines D.C. - Starburster.
BRUNALIÐIÐ - Kæra vina.
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
REVEREND AND THE MAKERS - Heatwave In The Cold North.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
MACY GRAY - I Try.
Cigarettes After Sex - Apocalypse.
Skrattar - Drullusama.
Vök - Something bad (radio edit).
MANNAKORN - Elska þig.
Cure Hljómsveit - Alone.
VÉDÍS - A Beautiful Life.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atlantshafsbandalagið ætlar að auka viðveru á Eystrasalti eftir að grunur vaknaði um skemmdarverk á sæstreng milli Finnlands og Eistlands. Eistar hafa þegar sent herskip til að hafa eftirlit með sæstrengjunum.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að stórefla öryggi neðansjávarinnviða Íslands. Netöryggissveit er ætlað að uppræta undirróður og netárásir, og koma í veg fyrir skemmdarverk, að sögn skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu.
Eigandi netverslunar með áfengi segir þær aðgerðir lögreglu að loka fyrir afgreiðslu víns í nokkrum netverslunum í gær brjóta gegn réttindum fyrirtækja. Þær byggist á rangri túlkun áfengislaga þar sem áfengi sé ekki selt beint yfir borðið í slíkum verslunum.
Eitt hundrað sjúklingar eru í einangrun á Landspítalanum, þar af 40 af völdum öndunarfærasýkinga. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á aðfangadag og mælst er til þess að ekki heimsæki fleiri en einn gestur hvern sjúkling í einu.
Nýr dómsmálaráðherra segist munu láta reyna á, hvort og hvað hægt sé að gera til að tryggja traust til réttarkerfisins vegna deilna innan ríkissaksóknaraembættisins.
Meirihluti suðurkóreska þingsins samþykkti í morgun að ákæra sitjandi forseta til embættismissis. Forsetinn tók við embættinu fyrir þremur vikum.
Fólk verður að fá tækifæri til að komast að því hvort því líður vel eða ekki í Grindavík, segir framkvæmdastjóri Vísis. Hann gagnrýnir að ekki sé meira gert til að fólk geti dvalið á sínum gömlu heimilum.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lagalisti:
OutKast - So Fresh, So Clean
Blackstreet - No Diggity
Childish Gambino - This Is America
Anderson .Paak ft. Kendrick Lamar - Tints
Birnir ft. JFDR & Arnar - Dauður
Geisha Cartel - 10 BLEIKIR SÍMAR
Masta Ace - Good Ol Love
Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Útvarpsfréttir.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Áramót í Dansþætti þjóðarinnar, kæruleysislegur slagaraþáttur þar sem við blöndum saman báðum þáttunum okkar sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 á árinu sem er að líða, þ.e. Undir Diskókúlunni frá því fyrr á árinu og móðurskipinu PartyZone. Diskófimma,danspoppbombur og PZ klassiks. Við spilum síðan brot úr tveimur DJ settum. Fyrri búturinn úr Prince Tribute setti frá frá DJ Andrési frá því 2016, og það síðara úr Áramótabombu PZ síðan 2017 sem Símon FKNHNDSM handmixaði á sínum tíma. Hellingur af allskonar, aðallega áramótastuði.