Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ólafur Þór Gunnarsson, yfirlæknir á Landakoti og formaður stjórnar Gott að eldast, kom í þáttinn og ræddi um þörfina fyrir ný hjúkrunarrými og önnur úrræði fyrir eldra fólk til þess að gera fólki kleift að búa heima hjá sér sem lengst.
Björn Malmquist fór yfir ýmis Evrópumál, þar bar hæst fundur leiðtoga í London á sunnudag. Evrópa er á sögulegum krossgötum sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, eftir þann fund.
Og í lok þáttar hlustuðum við á og töluðum um Bubba Morthens með Arnari Eggerti Thoroddsen, félags- og tónlistarfræðingi. Hann heldur námskeið um Bubba hjá Endurmenntun innan skamms.
Tónlist:
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Allt mitt líf = Il mio mondo.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Hvað er að?.
Elly Vilhjálms - Hvers konar bjálfi er ég?.
Bubbi Morthens, Bríet - Ástrós (feat. BRÍET).
Bubbi Morthens, Tómas M. Tómasson - Talað við gluggann.
Bubbi Morthens - Kossar án vara.
Bubbi Morthens - Velkomin.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Sagt er frá ungri upprennandi blúskonu frá Írlandi, sem heitir Murieann Bradley og hefur vakið athygli með sinni fyrstu stóru plötu sem heitir I kept These Old Blues. Faðir hennar hlustar mikið á gamlar sveitablúsplötur og hún lærði lögi í æsku, byrjaði að spila á gítar 9 ára og fyrsta platan kom út rétt áður en hún varð sautján ára. Hún fæddist árið 2006 í smábæ í Donnegan sýslu á Írlandi og er ótrúlega efnileg tónlistarkona. Hún vakti umtalsverða athygli þegar hún kom fram í áramótaþætti Jools Holland í ársbyrjun 2024, en fyrsta platan hennar kom út þremur vikum áður en þessi þáttur var sýndur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hannes Guðrúnarson fékk í upphafi þessa árs styrk úr Íþróttasjóði og Lýðheilsusjóði til að bjóða upp á borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson en hann hefur starfað sem borðtennisþjálfari og dómari í allnokkur ár og þegar hann heyrði af því að borðtennis hefði jákvæð áhrif á fólk sem glímir við Parkinson ákvað hann að kynna sér málið betur. Hannes er með hóp sem hittist tvisvar í viku í TBR húsinu og hann vonar að borðtennis geti stuðlað að betra lífi hjá þeim því skjálftinn virðist alveg hverfa á meðan þau spila. Við kíktum á æfingu í TBR húsið og töluðum við Hannes þjálfara og Atla Þór sem glímir við Parkison.
Georg Lúðvíksson kom aftur í þáttinn, eins og undanfarna mánudaga, með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag ræddi hann um fjárfestingar og sparnað, hvernig er best að ávaxta peningana sína.
Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Bjarni Jónsson leikskáld, dramatúrg, leikstjóir, þýðandi og framleiðandi. Hann hefur komið að uppsetningu fjölda leikverka út frá framantöldum titlum, nú síðast var hann í hlutverki leikstjóra og dramatúrgs, eða leiklistarráðunautar, í uppsetningu leikritsins Innkaupapokanum, sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. En Bjarni sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Min Kamp e. Karl Ove Knausgaard
Jóhannes á Borg e. Stefán Jónsson
Bækur Halldórs Laxness
Leikrit William Shakespeare
Tónlist í þættinum í dag:
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Húsið og ég / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson, Örn Jónsson, texti Vilborg Halldórsdóttir)
Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vopnahléið á Gaza er í uppnámi og framhaldið óljóst. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríki fordæma ísraelsk stjórnvöld fyrir að stöðva flutning hjálpargagna til Gaza.
Milljónatjón varð á Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem sjór gekk á land. Rekstraraðili segir Faxaflóahafnir ítrekað hafa verið varaðar við veikleikum í brimgarði en ekkert aðhafst. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla í nótt vegna óveðursins sem gekk yfir landið.
Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhússins á Blönduósi var sagt upp á föstudag. Uppsagnirnar eru sorgarfréttir fyrir samfélagið segir sveitarstjóri. Framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska segir uppsagnirnar lið í nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum.
Kvikmyndin Anora var sigurvegari næturinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Mikey Madison var valin besta leikkonan og Adrien Brody besti karlleikarinn
Í dag er bolludagur og landsmenn belgja sig út af bollum af öllum stærðum og gerðum.
Dregið var í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta í dag, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigursælustu karlalið keppninnar voru í pottinum en hjá konunum má segja að óreyndari lið mæti í úrslitavikuna.
Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til að hann og konan hans myndu verja fríinu sínu í að spila póker og ferðast.
Þess í stað hvarf Jón Þröstur sporlaust.
Nú, sex árum síðar, taka RÚV og RTÉ á Írlandi höndum saman við rannsókn málsins í hlaðvarpinu Where is Jón? sem birtist hér í íslenskri aðlögun.
Where is Jón? eru birt í hlaðvarpsveitum og Spilara RÚV þar sem einnig má finna útgáfu með íslenskum texta.
Þáttaröðin Where is Jón? er skrifuð og framleidd af Önnu Marsibil Clausen og Liam O’Brien. Tónlistin er samin og flutt af Úlfi Eldjárn ásamt Unni Jónsdóttur á selló. Hljóðvinnslu annast Jón Þór Helgason.
Á sama tíma og byrjað var að grafa í leit að hugsanlegum líkamsleifum beið fjölskylda Jóns eftir fréttum. Ef Jón myndi finnast hæfist nýr kafli í sorgarferli þeirra. Þegar lok þessarar þáttaraðar nálgast byrja nýjar ábendingar að berast. Eftir því sem lengra líður biður fjölskylda Jóns um að mál hans verði gert að morðrannsókn í þeirri von að þau fái loks einhver svör.
Gígja Hólmgeirsdóttir sá um handrit og lestur í þessum þætti af Hvar er Jón. Um hljóðvinnslu annaðist Jón Þór Helgason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þrotabú utangarðsmanna er eitt af því sem geymt er í hefðbundinni skjalaöskju á Þjóðaskjalasafninu. Lítil dagbók, nokkuð pönkaraleg og kvittanir með heimspekilegu kroti eru meðal þess sem í því leynast. Við skoðuðum þrotabússafn Utangarðsmanna með Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalaverði.
Hversu mörg eru kynin? Eru þau bara tvö, eða er tvíhyggjan einföldun á vísindunum. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði hjá Háskóla Íslands, kemur til okkar og ræðir um kyn og kyneinkenni.
Tónlist í þættinum:
UTANGARÐSMENN - Rækju-reggae (Ha Ha Ha)
UTANGARÐSMENN - Kyrrlátt kvöld við fjörðinn
UTANGARÐSMENN - Fuglinn er floginn
MANIC STREET PREACHERS - If you tolerate this your children will be next.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin þessum þætti:
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran syngur Þið förumenn jarðar eftir Atla Heimi Sveinsson, samið við ljóð Davíðs Stefánssonar. Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson leika á gítara.
István Várdai leikur á selló og Julien Quentin á píanó, þeir flytja Danse Orientale úr 2 Pieces Op. 2 eftir Sergei Rachmaninov.
Borodin strengjakvartettinn leikur þriðja þátt, Très lent, úr Strengjavartett í F-dúr eftir Maurice Ravel.
Lorène de Ratould píanóleikari leikur Six Études eftir Karol Beffa.
Verkið er í 6 þáttum:
1 À Jakob
2 À Dana Ciocarlie
3 À Lorène de Ratuld
4 À Dana Ciocarlie
5 À Jean-Frédéric Neuburger
6 À David Sanson.
Phyllis Bryn-Julson syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit breska útvarpsins og BBC Singers. Þau flytja Le soleil des eaux eftir Pierre Boulez.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við nýtum þáttinn í dag til að hampa þeim bókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna norðurlandaráðs fyrir íslands hönd og rýnum í skáldsöguna sem hlaut íslensku þýðingarverðlaunin.
Íslensku þýðingaverðlaunin 2025 voru veitt á Gljúfrasteini fyrir um viku síðan. Verðlaunahafinn ár hlaut Elísa Björg Þorsteinsdóttir verðlaunin fyrir þýðingu sína Saga af svartri geit eftir Perumal Murugan. Rifjum upp innslag þar sem ég ræði við Giti Chandra og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um geitasöguna góðu.
Og skáldsögurnar Náttúrulögmálin, eftir Eirík Örn Norðdahl, og Armeló, eftir Þórdísi Helgadóttur, eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Það verða brot úr viðtölum við þau í þættinum.
Viðmælendur: Þórdís Helgadóttir, Eiríkur Örn Nordahl, Giti Chandra og Maríanna Clara Lúthersdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Ólga er samsýning sem fjallar um hlutverk kvenna í mótun íslenskrar listasenu á níunda áratugnum. Önnur bylgja femínisma hafið skollið með látum á vestrænan heim áratuginn á undan með tilheyrandi umbreytingum og auknum sýnileika kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins, líka í myndlistinni. Við ræðum við sýningarstjórann Becky Forsythe í þætti dagsins.
Einnig verður rætt við Gunnellu Þorgeirsdóttur um karnivalískar hefðir og Birnir Jón Sigurðsson stígur á stokk með sinn fyrsta pistil í örvæntingarpistlaröð. „Ef menningin á öðrum áratug þessarar aldar var Obama, #metoo, Angela Merkel, veganismi, Gréta Thunberg, réttlætisriddarar og parísarsáttmálinn, þá er menningin nú á þriðja áratugnum kjötát, incels, trad wives, ræktin og fasismi,“ segir Birnir meðal annars í pistli dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt, með tiltölulega lágstemmdu pompi og prakt. Við hringjum til Los Angeles og förum yfir helstu verðlaunahafa með Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas.
Við sökkvum okkur svo ofan í Anora sem hlaut verðlaun sem besta myndin, mynd sem fjallar um ástir kynlífsverkakonu og sonar rússnesks ólígarka.
Það er bolludagur í dag. Anna Gyða fór á stúfana, kíkti í bakaríið Sandholt og forvitnaðist um hefðir tengdar deginum hjá Kristni Schram þjóðfræðingi.
Fréttir
Fréttir
Forsætisráðherra Breta segir frið ekki nást í Úkraínu án stuðnings Bandaríkjanna. Hann kynnti á breska þinginu í dag niðurstöður leiðtogafundar sem haldinn var í gær .
Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að gera sitt til að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram ein af grunnstoðunum í öryggi og vörnum landsins.
Verðmæt hljóðfæri og tækjabúnaður skemmdust í húsnæði úti á Granda í Reykjavík í nótt þegar brimvarnargarðar gáfu sig. Eigandi segir tjón hlaupa á hundruðum milljóna.
Samfylkingin tekur stökk milli mánaða í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi við hina ríkisstjórnarflokkana dalar.
Tveir eru látnir eftir að maður ók bíl inn í hóp fólks í þýsku borginni Mannheim. Þetta er þriðja árásin af þessum toga á jafnmörgum mánuðum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það má eiginlega segja að vísir að nýrri heimsmynd blasi við þennan mánudag eftir að forseti og varaforseti Bandaríkjanna húðskömmuðu forseta Úkraínu fyrir allra augum í Hvíta húsinu á föstudagskvöld, sökuðu hann um vanvirðingu og vanþakklæti og sögðu hann vera að leika sér að eldinum með því að verjast innrás Rússa. Við ætlum að ræða þetta við utanríkisráðherra eftir nokkrar mínútur; hvar stendur Ísland í þessum óróa og óvíssu, ríkir áfram traust til Bandríkjanna og hvað með varnarsamninginn?
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Framundan er öskudagur og í tilefni þess ætlar Ævar Þór að segja frá Skólaslit 3: Öskurdagur. Hann segir líka frá fleiri bókum sem hann hefur skrifað og við komumst að því hvað heillar hann við hrollvekjur. Bókaormurinn Benjamín rýnir í Öskurdag og segir frá bókum sem foreldrar hans lásu þegar þau voru yngri.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í vikunni fagnar Sinfóníuhljómsveit Íslands 75 ára afmæli sínu. Rás 1 verður með talsverðan viðbúnað af því tilefni.
Í þessum þætti setur Pétur Grétarsson á fóninn nokkur tóndæmi sem tengjast íslenskum tónskáldum, einsöngvurum og einleikurum sem tengst hafa hljómsveitinni í gegnum árin
Frá liðnum dögum - Páll Ísólfss/Stefán frá Hvítadal
Sögusinfónían - Njáls Saga - Björn að baki Kára- Jón Leifs
Aría úr Þrymskviðu - Jón Ásgeirsson
Hel - Skálmöld/Snæbjörn Ragnarsson
Sveitin milli sanda - Magnús Blöndal Jóhannsson
Tvímánður - Magnús Blöndal Jóhannsson
Mín er nóttin - Gunnar Þórðarson/Friðrik Erlingsson
Hvert örstutt spor - Jón Nordal/Halldór Laxness
Píanókonsert - Jón Nordal
Red Handed - úr Processions - Daníel Bjarnason
Archora - Anna Þorvaldsdóttir
Í sjöunda himni - Haukur Tómasson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þrotabú utangarðsmanna er eitt af því sem geymt er í hefðbundinni skjalaöskju á Þjóðaskjalasafninu. Lítil dagbók, nokkuð pönkaraleg og kvittanir með heimspekilegu kroti eru meðal þess sem í því leynast. Við skoðuðum þrotabússafn Utangarðsmanna með Ragnhildi Önnu Kjartansdóttur, skjalaverði.
Hversu mörg eru kynin? Eru þau bara tvö, eða er tvíhyggjan einföldun á vísindunum. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði hjá Háskóla Íslands, kemur til okkar og ræðir um kyn og kyneinkenni.
Tónlist í þættinum:
UTANGARÐSMENN - Rækju-reggae (Ha Ha Ha)
UTANGARÐSMENN - Kyrrlátt kvöld við fjörðinn
UTANGARÐSMENN - Fuglinn er floginn
MANIC STREET PREACHERS - If you tolerate this your children will be next.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Fimmti lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Hannes Guðrúnarson fékk í upphafi þessa árs styrk úr Íþróttasjóði og Lýðheilsusjóði til að bjóða upp á borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson en hann hefur starfað sem borðtennisþjálfari og dómari í allnokkur ár og þegar hann heyrði af því að borðtennis hefði jákvæð áhrif á fólk sem glímir við Parkinson ákvað hann að kynna sér málið betur. Hannes er með hóp sem hittist tvisvar í viku í TBR húsinu og hann vonar að borðtennis geti stuðlað að betra lífi hjá þeim því skjálftinn virðist alveg hverfa á meðan þau spila. Við kíktum á æfingu í TBR húsið og töluðum við Hannes þjálfara og Atla Þór sem glímir við Parkison.
Georg Lúðvíksson kom aftur í þáttinn, eins og undanfarna mánudaga, með það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag ræddi hann um fjárfestingar og sparnað, hvernig er best að ávaxta peningana sína.
Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Bjarni Jónsson leikskáld, dramatúrg, leikstjóir, þýðandi og framleiðandi. Hann hefur komið að uppsetningu fjölda leikverka út frá framantöldum titlum, nú síðast var hann í hlutverki leikstjóra og dramatúrgs, eða leiklistarráðunautar, í uppsetningu leikritsins Innkaupapokanum, sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. En Bjarni sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Min Kamp e. Karl Ove Knausgaard
Jóhannes á Borg e. Stefán Jónsson
Bækur Halldórs Laxness
Leikrit William Shakespeare
Tónlist í þættinum í dag:
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Húsið og ég / Grafík (Helgi Björnsson, Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson, Örn Jónsson, texti Vilborg Halldórsdóttir)
Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt, með tiltölulega lágstemmdu pompi og prakt. Við hringjum til Los Angeles og förum yfir helstu verðlaunahafa með Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas.
Við sökkvum okkur svo ofan í Anora sem hlaut verðlaun sem besta myndin, mynd sem fjallar um ástir kynlífsverkakonu og sonar rússnesks ólígarka.
Það er bolludagur í dag. Anna Gyða fór á stúfana, kíkti í bakaríið Sandholt og forvitnaðist um hefðir tengdar deginum hjá Kristni Schram þjóðfræðingi.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt. Dröfn ösp Snorradottir Rozas býr í LA og lifir og hrærist í kvikmyndagerð -hún gefur okkur óskarinn beint í æð.
Í dag er bolludagur og því nóg að gera í bakaríum landsins. Lilja Guðrún Liljarsdóttir, eigandi Passion bakarí, verður á línunni.
Nokkuð hefur verið deilt um notkun á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um matarmenningu Íslendinga hér á RÚV. Við köfum í þau mál með Guðmundi Oddi Magnússyni, Goddi, listamanni og fyrrverandi prófessor við Listaháskóla Íslands.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund til að fjalla um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Við ræðum við formann nefndarinnar, Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeildinni.
Guðrún Hafsteinsdóttir nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Óskarinn var afhentur um helgina og sömuleiðis The BRIT Awards, farið var í saumana á því öllu samana og grafið var upp samstarf með Tom Jones og Portishead. Árný Margrét á plötu vikunnar og fékk hún sitt pláss í þættinu.
Lagalisti þáttarins:
Pétur W. Kristjánsson - Vitskert veröld.
GRAFÍK - Bláir fuglar.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Lizzo - JUICE.
BRONSKI BEAT - Smalltown boy.
Kristó - Svarti byrðingurinn.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Jones, Tom and Portishead - Motherless child.
BOOMTOWN RATS - I Don't Like Mondays.
LENNY KRAVITZ - Belive.
Árný Margrét - Greyhound Station.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Hjálmar - Kindin Einar.
TODMOBILE - Í tígullaga dal.
The Moldy Peaches - Anyone Else But You.
John, Elton - Who Believes In Angels?.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
OASIS - Go Let It Out.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
THE DOORS - Riders On The Storm.
NÝDÖNSK - Klæddu Þig.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
MAUS - Allt Sem Þú Lest Er Lygi.
VALDIMAR - Brotlentur.
Brimkló - Ég gef skít í allt.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Curtis Mayfield - Move on Up.
Fender, Sam - Arm's Length.
Ingibjörg Þorbergs - Bolludagur ! Sprengidagur ! Öskudagur !.
AMERICA - Ventura highway.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Charli XCX, Eilish, Billie - Guess.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
ED SHEERAN - Celestial.
KEANE - Everybody?s Changing.
OF MONSTERS & MEN - Crystals.
FLEETWOOD MAC - Gypsy.
LCD SOUNDSYSTEM - Someone Great.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vopnahléið á Gaza er í uppnámi og framhaldið óljóst. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríki fordæma ísraelsk stjórnvöld fyrir að stöðva flutning hjálpargagna til Gaza.
Milljónatjón varð á Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem sjór gekk á land. Rekstraraðili segir Faxaflóahafnir ítrekað hafa verið varaðar við veikleikum í brimgarði en ekkert aðhafst. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla í nótt vegna óveðursins sem gekk yfir landið.
Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhússins á Blönduósi var sagt upp á föstudag. Uppsagnirnar eru sorgarfréttir fyrir samfélagið segir sveitarstjóri. Framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska segir uppsagnirnar lið í nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum.
Kvikmyndin Anora var sigurvegari næturinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Mikey Madison var valin besta leikkonan og Adrien Brody besti karlleikarinn
Í dag er bolludagur og landsmenn belgja sig út af bollum af öllum stærðum og gerðum.
Dregið var í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta í dag, bæði í karla- og kvennaflokki. Sigursælustu karlalið keppninnar voru í pottinum en hjá konunum má segja að óreyndari lið mæti í úrslitavikuna.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Höfuðstöðvar True North urðu fyrir miklu tjóni um helgina þegar öldugangur á Granda lék húsnæði fyrirtækisins grátt. Guðjón Ómar Davíðsson stjórnarmaður True North segir margoft hafa verið talað við Faxaflóahafnir um að hækka þurfi varnargarðana og hann var á línunni hjá okkur. Og við spurðum Óla Þór Árnason veðurfræðing útí hvað olli þessum mikla öldugangi.
Það er bolludagur í dag og við hringdum í Borgarnes nánar tiltekið í Geirabakarí í Borgarnesi og heyrðum í Sigurþóri Kristjánssyni bakara. Siggi skellti sér að auki útúr húsi og kíkti í 17 sortir sem bakar óhefðbundnar bollur. Sylvía Haukdal og Auður Ögn Árnadóttir ræddu við hann.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna og menntamálaráðherra hefur sagst vera að undirbúa lagasetningu um snjallsímabann i í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti. Við ræddum snjallsímanotkun barna í grunnskóla við Ómar Örn Magnússon skólastjóra í Hagaskóla.
Guðrún Hafsteinsdóttir var kosin formaður Sjálfstæðisflokksins um helgina en afar mjótt var á munum á milli hennar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig bauð sig fram til formennsku.
Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður en hann hafði betur á móti Diljá Mist og Vilhjálmur Árnason var endurkjörinn ritari flokksins. Við ræddum landsþing Sjálfstæðisflokksins og forystukjörið við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor.
Hverju þarf að huga að fyrir Sprengidaginn hyggist maður elda saltkjöt og baunir. Friðrik V var á línunni hjá okkur
Fréttir
Fréttir
Forsætisráðherra Breta segir frið ekki nást í Úkraínu án stuðnings Bandaríkjanna. Hann kynnti á breska þinginu í dag niðurstöður leiðtogafundar sem haldinn var í gær .
Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að gera sitt til að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði áfram ein af grunnstoðunum í öryggi og vörnum landsins.
Verðmæt hljóðfæri og tækjabúnaður skemmdust í húsnæði úti á Granda í Reykjavík í nótt þegar brimvarnargarðar gáfu sig. Eigandi segir tjón hlaupa á hundruðum milljóna.
Samfylkingin tekur stökk milli mánaða í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi við hina ríkisstjórnarflokkana dalar.
Tveir eru látnir eftir að maður ók bíl inn í hóp fólks í þýsku borginni Mannheim. Þetta er þriðja árásin af þessum toga á jafnmörgum mánuðum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það má eiginlega segja að vísir að nýrri heimsmynd blasi við þennan mánudag eftir að forseti og varaforseti Bandaríkjanna húðskömmuðu forseta Úkraínu fyrir allra augum í Hvíta húsinu á föstudagskvöld, sökuðu hann um vanvirðingu og vanþakklæti og sögðu hann vera að leika sér að eldinum með því að verjast innrás Rússa. Við ætlum að ræða þetta við utanríkisráðherra eftir nokkrar mínútur; hvar stendur Ísland í þessum óróa og óvíssu, ríkir áfram traust til Bandríkjanna og hvað með varnarsamninginn?

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni fáum við til okkar tónlistarkonuna Árnýju Margréti, sem hefur slegið í gegn með djúpri og einlægri lagasmíð. Hún sendi nýverið frá sér plötuna I Miss You, I Do, sem fangar hráa fegurð og persónulega söngstíl hennar. Við ræðum tónlistina, ferlið og vegferð hennar sem listamanns.