• 00:01:06Stýrivextir óbreyttir
  • 00:07:17Stjórnarandstaðan um vexti og Grindavík
  • 00:18:04Neytendapartýinu lokið hjá streymisveitunum

Kastljós

Stýrivextir óbreyttir, fjárlög og jarðhræringar, streymisveitur

Seðlabankinn tilkynnti í morgun stýrivextir yrðu óbreyttir sinni, og vísaði meðal annars til óvissu um áhrif jarðhræringa á Reykjanesskaga. Hvað vitum við um efnahagsleg áhrif þeirra til skemmri og lengri tíma? Og hvers vegna gengur ekki hraðar verðbólgu niður? Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka fór yfir stöðuna.

Jarðhæringarnar lita allt samfélagið þessi dægrin, þar á meðal þingstörf. Náttúruhamfarir eru hafnar yfir flokkspólitískar línur, en hvernig er samstarfi stjórnar og stjórnarandstöðu háttað á þessum tímum? Hvernig munu þessir atburðir lita fjárlögin, sem eru þinglegri meðferð? Og hvað vill stjórnarandstaðan sjá gert? Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir Kastljóss.

Neytendur hafa grætt mikið á aukinni samkeppni á streymismarkaðinum en þeim tíma er lokið. Kerfið ber sig ekki, framboðið mun minnka og ljóst verðið muni hækka. Þetta segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Sony og Time Warner. Við settumst niður með honum á dögunum.

Frumsýnt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,