• 00:01:04Svört skýrsla um laxeldi
  • 00:14:42Gervigreind og auglýsingar
  • 00:21:32Græna röð Sinfó

Kastljós

Óreiða í sjókvíaeldi, gervigreind gerir auglýsingu, Græna röðin

Ríkisendurskoðun birti á mánudag á kolsvarta skýrslu sem gagnrýnir nokkurn veginn allt sem hægt er gagnrýna í sambandi við uppbyggingu sjókvíaeldis á Íslandi. Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd, samþjöppun eignarhalds án umræðu, stefnulaus uppbygging, gjaldtaka of lág, leyfisveitingar og umhverfismat flókin, takmarkaðar aðgerðir gegn erfðablöndun og fleira. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu skýrsluna og leiðir til úrbóta.

Gervigreind hefur fleygt hratt fram undanfarin misseri. Tæknifyrirtækið Advania hefur hleypt af stokkunum auglýsingaherferð sem var unnin með aðstoð gervigreindar á aðeins þremur dögum. Er auglýsingabransinn missa spón úr aski sínum? Er forskot hinna skapandi greina minnka gagnvart sjálfvirknivæðingunni? Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania, og Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA spáðu í spilin.

Á ferð og flugi er yfirskrift næstu tónleika Grænu raðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem verða í beinni útsendingu á RÚV á fimmtudagskvöld. Kastljós hitaði upp með heimsókn í Hörpu.

Frumsýnt

8. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,