Kastljós

Frumkvöðlar og nýsköpun

Nýsköpun setur sterk svip á bæjarbraginn þessa vikuna, Hönnunarmars hófst í gær og stór alþjóðleg ráðstefna um nýsköpun er haldin í Vísindagörðum í dag og á morgun. Nýsköpun er enda í örum vexti og þvert á atvinnugreinar, hvort sem það er lyfjadreifing, moltugerð eða rafrænar undirskriftir svo dæmi séu nefnd. En hvernig er hlúð frumkvöðlum hér á landi, á hvað horfa fjárfestar áður en þeir ákveða setja stórfé í fyrirtæki sem eiga eftir sanna sig og hvað vilja stjórnvöld gera til bæta umhverfi nýsköpunar og hámarka hávinning þeirra?

Kastljós fór í heimsókn til þriggja nýsköpunarfyrirtækja; PLAIO, sem býður upp á tæknilausnir við lyfjadreifingu; Meltu, sem gerir flokkun lífræns úrgangs auðveldari fyrir heimili og hagkvæmari fyrir sveitarfélög; og Taktikal, sem sém sérhæfir sig í lausnum fyrir stafrænar undirskriftir.

Öll þessi fyrirtæki eiga sameiginlegt hafa farið í gegnum viðskiptahraðla hjá Klak, sem hjálpar frumkvöðlum fóta sig og komast í sambönd við fjárfesta og viðskiptavini. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak var gestur þáttarins, sem og Sigurður Arnljótsson, fjárfestingarstjóri Brunns Venture, vísisjóðs sem fjárfestir í nýsköpun.

Svo er það nýsköpunarumhverfið og ramminn sem stjórnvöld móta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer yfir áskoranir í málaflokknum og hverju hún vill breyta.

Frumsýnt

4. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,