• 00:01:08Heilsumælingar án eftirlits
  • 00:12:21Skákhrifavaldar
  • 00:19:49Djöfulsins snillingur

Kastljós

Heilsumælingar án eftirlits, skákhrifavaldar, Djöfulsins snillingur

Fréttir um fyrirtækið Greenfit, sem býður meðal annars upp á heilsufarsmælingar með blóðprufum, án þess hafa leyfi til þess veita heilbrigðisþjónustu, hafa vakið upp umræðu um ábyrgð fyrirtækja sem starfa á þessu sviði. Ennfremur um það hverjum beri hafa eftirlit með þeim þar sem það fellur utan verksviðs Landlæknis - og hvert viðskiptavinir geti snúið sér þurfi þeir leita réttar síns. Gestur Kastljóss í kvöld er Alma Möller Landlæknir.

Tafl-áhrifavaldar eða skákhrifavaldar sem streyma viðureignum sínum fyrir milljónir manna settu svip sinn á skákmótið Reykjavik open um helgina. Stærstu skákhrifavaldarnir eru með milljónir áskrifenda á Youtube og Twitch og hafa stóraukið áhuga ungmenna á tafli.

Djöfulsins snillingur er nýjasta leikrit listahópsins Reykjavík Ensemble, en er líka sambræðingur af íslensku, þýsku, pólsku og ensku, með dansi söng og dass af drama. Við litum á æfingu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

4. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,