Kastljós

Vandi mennta-og háskólanema, Madama Butterfly og Volaða land

Fulltrúar framhaldsskólanema kvarta undan álagi í kjölfar styttingar náms í þrjú ár úr fjórum, Þorbjörg Þóroddsdóttir, nemi í Menntaskólanum á Akureyri lýsir sinni upplifun af styttri námstíma. Reynsla er jafnframt komin á stöðu háskólanema sem hafa reynslu af þriggja ára kerfinu, Rúnar Vilhjálmsson, fráfarandi formaður Félags prófessora við Háskóla Íslands bar saman hópana - bæði fyrir og eftir styttingu og heimsfaraldur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri og Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum ræða uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly en hún hefur vakið sterk viðbrögð og framsetning, búningar og sviðsmynd sætt gagnrýni. Volaða land, nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar fjallar um þrautagöngu dansks prests á Íslandi um 1900, rætt við leikstjórann og annan aðalleikara myndarinnar, Ingvar E. Sigurðsson.

Frumsýnt

9. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

,