Gyðingar á faraldsfæti, Hamraborg festival og Ljósbrot
Bókin Gyðingar á faraldsfæti eftir Joseph Roth kom út hér á landi á dögunum. En sú bók kom upphaflega út fyrir rétt tæplega hundrað árum. Þar bregður höfundur upp mynd af hlutskipti gyðinga í austur-evrópu á fyrstu árum tuttugusta aldarinnar, en margir þeirra yfirgáfu heimkynni sín til að freista gæfunnar á fjarlægum slóðum. Þar mættu þeim hins vegar ólíkar aðstæður, tækifæri og aðlögun, en líka gettó og fordómar. Kristján Guðjónsson ræðir við þýðanda bókarinnar, Jón Bjarna Atlason í þættinum.
Hamraborg festival hefst á morgun í Kópavogi en þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin. Þar verða opnaðar sýningar, framdir gjörningar og spilaðir tónleikar - einnig er hægt að skrá sig í vinnismiðjur sem fara fram yfir helgina. Bjarni Daníel leggur leið sína í Hamraborg og ræðir við Agnesi Ársælsdóttir, eina af sýningarstjórum hátíðarinnar og Hildi Elísu Jónsdóttur, listamann.
Í síðari hluta þáttar ræða Rúnar Rúnarsson og Elín Hall kvikmyndina Ljósbrot. Mynd sem gerist á einum degi og frá umfangsmiklum átakanlegum breytingum í lífi aðalpersónunnar Unu. Ljósbrot vakti mikla lukku á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar.
Frumflutt
28. ágúst 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.