Tengivagninn

Barbenheimer, Sagan, Lúsmý klýfur fjölskyldu

Við rifjum upp pistil Önnu Marsibilar Clausen og förum í ferðalag til heyra hvernig eldgos hljómar, Barbenheimer er mál málanna þessa dagana, það var söguleg opnunarhelgi myndanna um Barbie og Oppenheimer um helgina sem sló ótal sölu og aðsóknarmet víða um heim með einhverjum furðulegum hætti sem vert er skoða og svo flytur Karl Ólafur Hallbjörnsson okkur pistil um Söguna, með stóru s-i alltumlykjandi sögurnar sem við segjum sjálfum okkur og öðrum.

Í seinni hluta þáttar förum við til Ísafjarðar. Þar hefur lítil padda klofið fjölskyldu í tvennt. Þeir sem trúa um lúsmý ræða og þeir sem þvertaka fyrir svo sé. Við kíkjum í nýtt klifurhús sem er í gömlu skátaheimili, þar eru haldnir AA-fundir á kvöldin, svo nokkuð einstakur blær er yfir rýminu. lokum förum við í hádeginu í Tjöruhúsið og ræðum við smiðinn sem sér um viðhaldið á öllum þessum gömlu byggingum í Neðstakaupstað.

Frumflutt

25. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,