Tengivagninn

Hinsegin sviðslistir, Hansel og Gretel og Comfortable Universe

Sviðlistir eru í forgrunni í fyrri hluta þáttar. Rætt er við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda og sérfræðing á Leikminjasafni um hinsegin sviðslistir. Hinsegin dagar eru enda farnir af stað og standa fram á sunnudag.

Við heyrum líka annað af þremur útvarpsörleikritum Melkorku Gunborgar Briansdóttur, Hansel og Gretel.

Í síðari hluta þáttar er rætt við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara, listamann og annan helming teppaverka-tvíeykisins Comfortable Universe sem sýnir í Gallerí Porti. Óskar og Ma Riika, eiginkona hans og nánasti samstarfsmaður, eru búsett í Kyiv í Úkraínu og í sköpun þeirra mætir yfirstandandi stríðástand notalegri mýkt en Óskar hefur skrásett stríðið með myndavélina á lofti frá fyrsta degi.

Frumflutt

8. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,