Tengivagninn

Nostalgíunautn, Kómedíuleikhúsið, Hjörtur Matthías og Shoplifter

Í pistli dagsins rifjar Tómas Ævar Ólafsson upp starfsmannapartí í bókabúð þar sem nostalgíunautnir bar á góma og fjallar um verk sem hafði gífurleg áhrif, ekki bara á hann, heldur listamennina sjálfa.

Við kíkjum líka í heimsókn í Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði sem er sennilega afskekktasta leikhús landsins og ræðum við Marsibil G. Kristjánsdóttur og Elfar Loga Hannesson.

Í síðari hlutanum heyrum við svo samtal myndlistarmannana Hjartar Matthíasar Skólasonar og Hrafnhildar Arnardóttur Shoplifter en hún er fyrirmynd Hjartar sem leit til hennar með stjörnur í augunum. Þau ræða krossgötur, klippikort, lífið og listina.

Frumflutt

27. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tengivagninn

Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er gerast í menningu í sumar.

Þættir

,