Kundera allur, Selasæng, Hammond í Hörpu og Biggi Veira
Tékkneski-franski rithöfundurinn Milan Kundera er fallinn frá, 94 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Hans frægasta verk er án efa Óbærilegur léttleiki tilverunnar frá árinu 1984 sem hefur verið inngangur margra inn í heim fagurbókmenntanna. Friðrik Rafnsson hefur þýtt höfundarverk Kundera á íslensku og við grípum niður í þætti hans um höfundinn frá 2009.
Í Selasæng er skyggnst inn drauma og minningar. Frásagnir fólks um lífið í sveitinni vefjast saman við minningar listakonunnar Geirþrúðar Einarsdóttur úr tjaldferðalögum æsku sinnar. Jóhannes Ólafsson fer og hittir Geirþrúði í þætti dagsins.
Tónlistarkonan Sara Mjöll Magnúsdóttir er komin frá Bandaríkjunum þar sem hún leggur stund á píanó- og hammondorgelleik og heldur tónleika í Hörpu í kvöld. Hún leit við hjá okkur og sagði frá sér, hljóðfærinu og dagskrá tónleikanna.
Í síðari hluta Tengivagnsins tökum við Birgi Þórarinsson, Bigga Veiru, í langt viðtal og ræðum meðal annars tónlist sem er ekki teknó.
Frumflutt
12. júlí 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.