Höggmyndaganga, dánarfregnir, Páll Ivan og Róshildur
Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn og bókmenntaborgin standa á morgun fyrir kvöldgöngu þar sem myndlistakonan Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir segir frá völdum verkum Ásmundar Sveinssonar við Ásmundarsafn og í Laugardalnum. Ingunn segir okkur frá Ásmundi og við heyrum brot úr viðtölum við hann.
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir veltir fyrir sér dánarfregnum á tímum ólínulegra miðla í pistli dagsins.
Páll Ivan frá Eiðum ræðir listina, lífið, kaupmennskuna og sjálfsefann og í síðari hluta þáttarins kemur tónlistarkonan Anna Róshildur í heimsókn en hún gaf á dögunum út stuttskífu sem nefnist v2,2. Platan var samin og tekin upp í Flateyri, á flugvöllum, í kirkju og á dönskum sveitabæ. Við hlustum á þessi nýju lög og hlustum líka á lög með nokkrum tónlistarkonum sem eru í uppáhaldi hjá Önnu Róshildi, Dolly Parton, Rósalía og Ólöf Arnalds.
Frumflutt
19. júlí 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.